Anna María Magnúsdóttir ráðin forstöðumaður heimilis fyrir fatlað fólk á Blönduósi
Anna María Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns heimilis fyrir fatlað fólk á Blönduósi. Anna María er með sjúkraliðapróf og hefur lokið námi í skrifstofuskóla Farskóla Norðurlands vestra.
Á vef Skagafjarðar segir að Anna María hafi góða reynslu af vinnu í þjónustu við fatlað fólk og mikla innsýn í þjónustuna en síðustu sex ár hefur hún unnið sem starfsmaður iðju, deildarstjóri og staðgengill forstöðumanns á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi. Þá þekkir Anna María einstaklingsmiðaða þjónustu á forsendum hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og hefur færni í að leiða og styðja starfsfólk sem og stýra innra starfi og leiða vinnu við að skapa öfluga liðsheild.
Anna María tekur við starfi forstöðumanns 1. maí og er hún boðin hjartanlega velkomna til starfa og henni óskað velfarnaðar í sínum störfum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.