Fréttir

Elís og Hafdís voru fyrst til að ná mynd af lóunni í ár

Sveitarfélagið Skagaströnd efndi til ljósmyndasamkeppni þar sem leikskólabörn og krakkar í 1.-4. bekk í grunnskólanum á Skagaströnd voru hvött til þess leita að fyrstu lóunni og ná af henni mynd. Það er ekki annað að sjá en að lóan sé mætt í allri sinni dýrð á Skagaströnd, segir á heimasíðu sveitarfélagsins. 
Meira

Ert þú í Verslunarmannafélagi Skagafjarðar?

Verslunarmannafélag Skagafjarðar hefur ákveðið að bjóða félagsfólki sínu á leiksýningu Leikfélags Sauðárkróks í Sæluvikunni. Sýndur verður farsinn FLÆKTUR Í NETINU sem er ærslafullur gamanleikur eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Frumsýning verður sunnudaginn 27. apríl kl. 20:00 og er listi yfir félagsfólk Verslunarmannafélagsins í miðasölunni. Þeir sem ætla að nýta sér boðsmiðann þurfa að kaupa miða inni á tix.is en þegar þeir mæta á sýninguna þurfa þeir að tilkynna sig í miðasölunni og láta haka við sig. Stjórn Verslunarmannafélagsins verður svo í sambandi við þá aðila sem nýttu sér miðann til að endurgreiða miðakaupin. 
Meira

Diskósúpa í Hlöðunni á Stórhóli

Næstkomandi laugardag 26. apríl verður Diskósúpa í Hlöðunni á Stórhól í Skagafirði frá klukkan 12-15. 
Meira

Karlakórinn Lóuþrælar með sína árlegu vortónleika

Það er komið að vortónleikum Karlakórsins Lóuþræla en þeir verða haldnir þann 23. apríl kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Tónleikarnir eru orðnir fastur liður á vorin en kórinn var stofnaður í febrúar 1985 og eru því 40 ára á þessu ári. 
Meira

Sumarhátíð á Hvammstanga

Haldið verður upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt þann 24. apríl nk. á Hvammstanga. Hátíðin hefst með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan 13:00. Farinn verður hefðbundinn hringur með viðkomu á Sjúkrahúsinu.
Meira

130 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur yfir páskahelgina

Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að talsverður erill hafi verið í embættinu yfir páskahátíðina en alls voru skráð rúm 240 mál frá miðnætti á miðvikudag, fram til miðnættis á mánudag. Mikið var um skemmtanahöld sem fóru að mestu vel fram og var fylgst gaumgæfilega með ástandi og réttindum ökumanna.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps býður til kaffisamsætis á sumardaginn fyrsta

Í tilefni af eitthundrað ára afmæli Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps býður kórinn til kaffisamsætis fimmtudaginn 24. apríl, sumardaginn fyrsta, í Húnaveri klukkan 15  og eru allir velkomnir.
Meira

Vel heppnað Páskamót PKS

Það er hefð fyrir því hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar að halda Páskamót PKS og fór það fram þann 18. apríl, föstudaginn langa, í aðstöðunni á Króknum. Alls voru skráðir 25 þátttakendur til leiks og var spilað í fimm riðlum. Eftir riðlakeppnina var raðað í A og B úrslit sem var spilað með útslætti. Þrír efstu í hverjum riðli spiluðu í A úrslitum en aðrir fóru í B úrslit. Margir hörkuleikir litu dagsins ljós og réðust undanúrslitaleikir í oddaleggjum.
Meira

Grátlegt tap á móti Þór/KA

Stólastelpur spiluðu sinn annan leik í Bestu deildinni í gær í Boganum á Akureyri á móti sterku liði Þórs/KA. Úrslit leiksins voru hins vegar sorgleg fyrir okkar stelpur sem töpuðu leiknum 2-1. Þegar þessi lið mættust síðast áttu Stólastelpur engan séns og fengu níu mörk á sig en annað var uppi á teningnum í gær. Donni, þjálfari stelpnanna, segir í samtali við visir.is að þær hafi verðskuldað sigur í leiknum miðað við vinnuframlagið, baráttuna og færin og algjört bull að Þór/KA hafi unnið leikinn.
Meira

Jólin heima er framúrskarandi verkefni á sviði menningar

Verkefnið Jólin heima, sem hefur fest sig í sessi sem árviss menningarviðburður í Skagafirði, hefur verið valið Framúrskarandi verkefni ársins 2024 hjá SSNV. Tónleikarnir, sem leiddir eru af Jóhanni Daða Gíslasyni, hafa skapað sér sérstakan stað í hjörtum heimamanna.
Meira