Ert þú í Verslunarmannafélagi Skagafjarðar?
Verslunarmannafélag Skagafjarðar hefur ákveðið að bjóða félagsfólki sínu á leiksýningu Leikfélags Sauðárkróks í Sæluvikunni. Sýndur verður farsinn FLÆKTUR Í NETINU sem er ærslafullur gamanleikur eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Frumsýning verður sunnudaginn 27. apríl kl. 20:00 og er listi yfir félagsfólk Verslunarmannafélagsins í miðasölunni. Þeir sem ætla að nýta sér boðsmiðann þurfa að kaupa miða inni á tix.is en þegar þeir mæta á sýninguna þurfa þeir að tilkynna sig í miðasölunni og láta haka við sig. Stjórn Verslunarmannafélagsins verður svo í sambandi við þá aðila sem nýttu sér miðann til að endurgreiða miðakaupin.
Leiksýningar verða sem hér segir.
27. apríl (sunnudagur) kl. 20:00 - Frumsýning
29. apríl (þriðjudagur) kl. 20:00 - 2. sýning
30. apríl (miðvikudagur) kl. 20:00 - 3. sýning
2. maí (föstudagur) kl. 20:00 - 4. sýning
3. maí (laugadagur) kl. 15:00 - 5. sýning
4. maí (sunnudagur) kl. 20:00 - 6. sýning
6. maí (þriðjudagur) kl. 20:00 - 7. sýning
7. maí (miðvikudagur) kl. 20:00 - 8. sýning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.