Diskósúpa í Hlöðunni á Stórhóli

Næstkomandi laugardag 26. apríl verður Diskósúpa í Hlöðunni á Stórhól í Skagafirði frá klukkan 12-15. 
 
Diskósúpur eru viðburðir sem haldnir eru um allan heim til að vekja athygli á því mikla vandamáli sem matarsóun er.
Hráefni sem einhverra hluta vegna ætti að henda er nýtt í gómsæta súpu, sem gestir njóta ásamt góðri tónlist, og geta heilsað upp á kiðlinga og hvolpa í leiðinni og kynnst framleiðslu smáframleiðenda. Súpan er ókeypis og öll velkomin. 
Kynningar sem í boði verða: 
• Dalahvítlaukur. "Halli laukur" og Þórunn kynna afurðir úr
hvítlauknum sínum sem þau rækta í Dölunum.
* Korg kaffibrennsla. Verður með kynningu á nýmöluðu kaffi
ristuðu í Skagafirðinum.
• Sveifla. Júlíus Guðni kynnir hestatengdar vörur, sem hann
hefur verið að hanna og láta framleiða.

Rúnalist Gallerí opið 12 – 17 bæði laugardag og sunnudag 26. – 27. apríl

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir