A-Húnavatnssýsla

Karlakórarnir Heimir og Fóstbræður saman í Miðgarði

Laugardaginn 13.apríl næstkomandi tekur Karlakórinn Heimir á móti kollegum sínum í Fóstbræðrum í Miðgarði. Slá þeir saman til tónleika sem hefjast kl.17.00. 
Meira

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Tindastóls

Í morgun birti DV frétt þess efnis að tvær stúlkur í æfingaferð með Bestu deildar liði Tindastóls á Spáni hafi verið hætt komnar í sjónum nærri Alicante á Spáni sl. laugardag. „Voru þær fastar í sogi en tveir brettamenn komu þeim til bjargar, sem og allir viðstaddir á ströndinni sem mynduðu mannlega keðju til að stöðva sogið,“ sagði í fréttinni. Feykir leitaði viðbragða hjá Adam Smára Hermannssyni, formanni knattspyrnudeildar Tindastóls, og barst fyrir skömmu fréttatilkynning frá knattspyrnudeildinni.
Meira

Ófærð á vegum og leik frestað á Stykkishólmi

Þriðju helgina í röð er leiðindaveður á landinu með erfiðri færð. Nú um klukkan eitt í dag voru Öxnadalsheiði og vegurinn yfir Þverárfjall lokaðir vegna óveðurs og víða skafrenningur og hvassviðri. Af þessum sökum hefur leik kvennaliða Snæfells og Tindastóls, í fyrstu umferð í úrslitakeppninni um sæti í efstu deild, verið frestað um sólarhring og verður leikinn annað kvöld.
Meira

Sýning Nemendafélags FNV komin á YouTube

Leikhópur Nemendafélags FNV setti fyrr í vetur upp leiksýninguna og söngleikinn Með allt á hreinu og var verkið byggt á hinni klassísku kvikmynd Stuðmanna sem fjallaði um samkeppni Stuðmanna og Gæra á sveitaballarúntinum og eitt og annað fleira. Nemendur á Kvikmyndabraut FNV tóku upp verkið og klipptu og nú er hægt að líta dýrðina á YouTube.
Meira

Lillý söng til sigurs

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir gerði sér í kvöld lítið fyrir og sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í Stapanum á Selfossi og var sýnd í Sjónvarpinu í beinni útsendingu. Alls voru fulltrúar frá 25 framhaldsskólum sem tóku þátt í keppninni en Lillý var hreint mögnuð og söng af fádæma öryggi lagið Aldrei, íslenska útgáfu af laginu Never Enough – lag sem er ekki á hvers manns færi að koma frá sér. Til hamingju Lillý og til hamingju FNV!
Meira

Emelíana Lillý syngur í sjónvarpinu í kvöld

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á Selfossi í kvöld og þar á Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fulltrúa. Það er Emeliana Lillý Guðbrandsdóttir sem stígur á stokk fyrir FNV og syngur lagið Never Enough sem varð vinsælt í kvikmyndinni The Greatest Showman við íslenskan texta eftir Inga Sigþór Gunnarsson. Lillý er átjánda í röðinni og til að gefa henni atkvæði þarf að hringja í símanúmerið 900 9118.
Meira

Kormákur/Hvöt með góðan sigur í Laugardalnum

Lið Kormáks/Hvatar var í eldlínunnni í Mjólkurbikarnum í dag en Húnvetningar skelltu sér í Laugardalinn þar sem græðlingur úr starfi Þróttar, SR, beið þeirra. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum í gömlu 4. deildinni og bæði unnið tvo leiki. Í dag náðu Húnvetningar yfirhöndinni í þessari baráttu því þeir köstuðu SR úr keppni með sterkum 2-4 sigri.
Meira

Arnar með 616 tonn af fiski úr sjó

Í frétt á 200 mílum mbl.is segir að Arn­ar HU, tog­ari FISK Sea­food, hafi lagst við bryggju á Sauðár­króki sl. þriðju­dags­kvöld hafði hannn lokið rúm­lega þriggja vikna túr og var afla­verðmætið um 238 millj­ón­ir króna.
Meira

Samningur um byggingu nýs verknámshúss FNV undirritaður

Nú í dag var undirritaður samningur um byggingu nýs verknámshúss við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Undirritunin fór fram í verknámshúsi Fjölbrautaskólans að viðstöddu margmenni þ.á.m. nemendum, starfsfólki skólans og fulltrúum úr atvinnulífinu. Samningurinn gerir ráð fyrir stækkun verknámshúss um allt að 1.400 fermetra.
Meira

Nemendur tóku snið og saumuðu sér náttbuxur

Í þessari viku hafa nemendur í 8.-10. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd verið í list- og verkgreinaviku þar sem áherslan hefur verið á textíl. Fram kemur í föstudagspistli á heimasíðu skólans að nemendur hafi staðið sig mjög vel en þau hafa lært listasögu, farið í Textílmiðstöðina í Húnabyggð og tekið snið og saumað sér náttbuxur.
Meira