A-Húnavatnssýsla

1500 FRÆ

Meðmæli eru frækorn. Við erum að sá og fjárfesta til framtíðar. Við munum enn fremur uppskera eins og við sáum. Ef við sáum þeirri hegðun að frambjóðendur verði að vera þekkt andlit, með reynslu úr pólitík eða opinberri þjónustu – þá uppskerum við eftir því. Umsóknarkröfum ætti þá að breyta til samræmis hið snarasta sem og heiti starfsins. Embætti fyrir útvalda. Embætti fyrir fræga. Embætti fyrir völd og pólitík.
Meira

Séra Sigríður skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi frá og með deginum í dag, 15. apríl 2024. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ en hún lét af störfum þann 1. desember síðastliðinn.
Meira

List á ferð / Art travels

Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari. Þannig höfum við betri stuðningskerfi almennt sem leiðir til betri heilsufars.
Meira

Ný stjórn kosin hjá Björgunarfélaginu Blöndu

Aðalfundur Björgunarfélagsins Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu var haldinn 10. apríl síðastliðinn. Starf félagsins hefur gengið mjög vel sem og rekstur þess. Ný stjórn var kosin á fundinum
Meira

Lið Kormáks/Hvatar úr leik í Mjólkurbikarnum

Lið Kormáks/Hvatar heimsóttir Fífuna í dag þar sem lið Augnabliks beið þeirra. Um var að ræða leik í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Eftir ágæta byrjun fór allt í skrúfuna hjá gestunum og það voru heimamenn sem höfðu 5-2 sigur og ævintýri Húnvetninga í Mjólkurbikarnum því lokið þetta árið.
Meira

Ný samgöngu- og innviðaáætlun kynnt á ársþingi SSNV

Í gær var 32. ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlanid vestra haldið í félagsheimilinu á Blönduósi og samkvæmt frétt á vef SSNV heppnaðist þingið vel. Mæting var góð en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Háskólinn á Hólum hlaut á þinginu viðurkenninguna Byggðagleraugun 2024.
Meira

Kormákur Hvöt leikur á Sjávarborgarvellinum í sumar!

Stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar og hinn rómaði veitingastaður Sjávarborg hafa með bros á vör skrifað undir samning þess efnis að Hvammstangavöllur í Kirkjuhvammi beri nafn Sjávarborgar leiktíðina 2024. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem knattspyrnuvöllurinn ber nafn styrktaraðila.
Meira

Tréiðnaðardeild FNV útskrifar nemendur með nýjustu þekkingu hverju sinni

Hluti náms í húsasmíði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki felst í því að byggja timburhús sem unnin eru í samvinnu við fyrirtæki í héraðinu. Samvinnan felst í því að kennarar deildarinnar annast kennslu og stjórna vinnu nemenda en fyrirtækin útvega teikningar og efni og sjá um byggingastjórn og meistaraábyrgð. Aðsókn að skólanum er mikil og er deildin fullskipuð bæði í dagskóla og helgarnámi.
Meira

Fyrirspurn um grjótkast á Alþingi

Nú í apríl hlotnaðist mér óvænt sá heiður að sitja nokkra daga á Alþingi fyrir Flokk fólksins. Ég notaði tækifærði og skráði inn fyrirspurn til fyrrverandi innviðaráðherra, Sigurðar Inga, formanns Framsóknarflokksins, um tjónið sem vegfarendur hafa orðið fyrir vegna grjótkasts frá misheppnaðri klæðningu á nýlögðum Þverárfjallsvegi.
Meira

Kosning til biskups Íslands hafin

Á kirkjan.is kemur fram að kosning til biskups Íslands hefst í dag 11. apríl kl. 12:00 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl. Kosningin fer fram með rafrænum hætti á https://kirkjan.is/kosning
Meira