Nemendur tóku snið og saumuðu sér náttbuxur

Handagangur í öskjunni hjá nemendum Höfðaskóla. MYNDIR: HÖFÐASKÓLI.IS
Handagangur í öskjunni hjá nemendum Höfðaskóla. MYNDIR: HÖFÐASKÓLI.IS
Í þessari viku hafa nemendur í 8.-10. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd verið í list- og verkgreinaviku þar sem áherslan hefur verið á textíl. Fram kemur í föstudagspistli á heimasíðu skólans að nemendur hafi staðið sig mjög vel en þau hafa lært listasögu, farið í Textílmiðstöðina í Húnabyggð og tekið snið og saumað sér náttbuxur.
 
Þá kom skólahópur leikskólans í heimsókn í Höfðaskóla í vikunni. „Þær heimsóknir eru alltaf skemmtilegar og gaman þegar meira líf kemur í húsið,“ segir í pistlinum en nemendur Höfðaskóla eru nú 63.
 

Að sögn Söru Diljár Hjálmarsdóttur skólastjóra þá voru móttökurnar frábærar í Textílmiðstöðinni en þangað fóru nemendur í nokkrum hollum. Sjá má nokkrar myndir frá heimsókninni hér að neðan. Enn fleiri myndir má finna á heimasíðu Höfðaskóla >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir