Arnar með 616 tonn af fiski úr sjó

Arnar HU við bryggju á Sauðárkróki. MYND: FISK SEAFOOD
Arnar HU við bryggju á Sauðárkróki. MYND: FISK SEAFOOD

Í frétt á 200 mílum mbl.is segir að Arn­ar HU, tog­ari FISK Sea­food, hafi lagst við bryggju á Sauðár­króki sl. þriðju­dags­kvöld hafði hannn lokið rúm­lega þriggja vikna túr og var afla­verðmætið um 238 millj­ón­ir króna.

Heild­ar­magn afla um borð var um 616 tonn af fiski úr sjó, hafa 200 mílur eftir frétt á vef Fisk Seafood. Þar af voru um 231 tonn af ýsu, 149 tonn af ufsa, 103 tonn af gull­karfa, 100 tonn af þorski og minna í öðrum teg­und­um.

Túr­inn hófst að kvöldi 8. mars og stóð því í 25 daga og skilaði því um 9,25 millj­ón­um króna á sól­ar­hring að meðaltali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir