A-Húnavatnssýsla

Vel heppnaður dagur og söfnun gengur vel

Fjölskyldufjör var haldið föstudaginn 12. apríl sl. í Varmahlíð þegar Ungmenna- og íþróttafélagið Smári, Foreldrafélag Varmahlíðarskóla og Kvenfélög Seyluhrepps, Lýtingsstaðahrepps, Akrahrepps og Staðarhrepps tóku höndum saman og hófu söfnun fyrir leik- og íþróttatækjum í Varmahlíð. Með söfnuninni var verið að svara kalli nemenda miðstigs Varmahlíðarskóla við erindi þar sem þau bentu á þörfina fyrir bættri aðstöðu til útiveru og hreyfingar.
Meira

Sigríður áfram formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var haldinn á Laugum í Sælingsdag um nýliðna helgi. Á fundinum var Sigríður Ólafsdóttir, Húnaþingi vestra, endurkjörin formaður kjördæmisráðs.
Meira

200 ný störf hafa skapast á síðustu þremur árum fyrir tilstuðlan lánveitinga Byggðastofnunar

75 ný störf sköpuðust í landsbyggðunum á árinu 2023 með lánveitingum Byggðastofnunar samanborið við 65 störf sem lánveitingarnar sköpuðu árið 2022 og 60 árið 2021. Lán Byggðastofnunar til atvinnuskapandi verkefna hafa þar með skapað 200 ný störf um land allt síðast liðin þrjú ár.
Meira

Dreifing á Feyki og Sjónhorni tefst um sólarhring

Það er ekki bara vorið sem lætur bíða eftir sér. Að öllu jöfnu hefðu Feykir og Sjónhorn verið á leiðinni í hús þennan ágæta miðvikudagsmorgunn en vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá tefst dreifing um sólarhring. Beðist er velvirðingar á þessu og vonandi endurtekur þetta sig ekki – enda afar óheppilegt í alla staði.
Meira

Sigurður Örn til PLAY

Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, frá Geitaskarði í Langadal, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Fram kemur í fréttatilkynningu á netsíðu PLAY að um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Siggi mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins.
Meira

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

Kosning biskups Íslands fór fram dagana 11.- 16. apríl og kosningu lauk á hádegi í dag, 16. apríl og niðurstaða kosninganna liggur fyrir þrjú voru í kjöri og féllu atkvæði þannig:
Meira

Háskólinn á Hólum hlýtur viðurkenningu fyrir framsækið og metnaðarfullt háskólastarf

Háskólinn á Hólum hlaut á dögunum Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Meira

Synjun Skagabyggðar um efnistöku í sveitarfélaginu stendur

Kröfu Vegagerðarinnar um að snúa við synjun Skagabyggðar um efnistöku í sveitarfélaginu var hafnað af Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nú í byrjun apríl. Málavextir voru þeir að í október 2023 óskaði Vegagerðin eftir heimild Skagabyggðar til efnistöku á unnu efni í námu norðan Hvammkotsbruna sem nýtt yrði í sjóvarnir við Réttarholt á Skaga­strönd. Heildarmagn grjóts og sprengds kjarna í verkið var áætlað allt að 1.500 rúmmetrar. Þrátt fyrir synjun Skagabyggðar um efnistöku í sveitarfélaginu hefur Vegagerðin nú þegar hafið flutninga á efni úr námunum.
Meira

Ólíkir tónlistarheimar mætast á ferðalagi um landið

Marína Ósk kemur úr heimi djass og Ragnar Ólafsson úr rokki. Þau leggja nú saman af stað í tónleikaferðalag saman um allt land 16.-28. apríl. Þau kynntust í Húsi máls og menningar, þar sem þau spila flest kvöld vikunnar fyrir fullu húsi. Semja nú saman söngvaskáldatónlist og gáfu meðal annars út lagið Er kólna fer ekki alls fyrir löngu. Þau heimsækja Gránu á Sauðárkróki á morgun – miðvikudaginn 17.apríl og hefjast tónleikarnir kl.20.30.
Meira

Öldungamót Smára

Nú er lag fyrir gamlar frálsíþróttakempur og aðra áhugasama að skrá sig á öldungamót Smára sem fram fer í íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 20.apríl nk.
Meira