feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
25.07.2024
kl. 12.19
siggag@nyprent.is
Það var stuð og stemning í stúkunni á Laugardalsvelli í gær þegar Rey Cup fótboltamótið var formlega sett í fínasta veðri. Alls eru 148 lið skráð til leiks og þar af eru 136 lið frá 29 félögum á Íslandi en einnig má sjá lið frá Danmörku, Þýskalandi, Malawi, Bretlandi og Bandaríkjunum spila á mótinu. Keppt er í bæði U14 og U16 í drengja og stúlknaflokki og sendi Tindastóll frá sér fimm lið á mótið, þrjú í drengjaflokki (tvö í U14 og eitt í U16) og tvö í stúlknaflokki (bæði í U14). Til gamans má geta að innan raða Tindastóls á þessu móti má finna krakka frá öllu Norðurlandi vestra vegna samstarfs milli Tindastóls, Fram á Skagaströnd, Hvatar á Blönduósi og Kormáks á Hvammstanga.
Meira