Sýning Nemendafélags FNV komin á YouTube
Leikhópur Nemendafélags FNV setti fyrr í vetur upp leiksýninguna og söngleikinn Með allt á hreinu og var verkið byggt á hinni klassísku kvikmynd Stuðmanna sem fjallaði um samkeppni Stuðmanna og Gæra á sveitaballarúntinum og eitt og annað fleira. Nemendur á Kvikmyndabraut FNV tóku upp verkið og klipptu og nú er hægt að líta dýrðina á YouTube.
Leikstjórar sýningarinnar voru þau mæðginin Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Eysteinn Ívar Guðbrandsson sem sáu einnig um að aðlaga verkið sviðinu. Óhætt er að fullyrða á sýningin hafi slegið í gegn.
„Sýningar gengu mjög smurt fyrir sig og erum við í Nemó og allir sem komu að stykkinu ótrúlega sátt með hvernig allt gekk. Viðbrögðin voru frábær og uppselt á allar tólf sýningarnar,“ sagði Einar Sigurpálsson, formaður Nemendafélags FNV, þegar Feykir spurði hann hvernig hefði gengið.
Hægt er að njóta með því að smella hér >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.