A-Húnavatnssýsla

Aftur er veðrið að stríða áhugafólki um forystufé

Aftur er veðrið að stríða áhugafólki um forystufé. Fresta þarf aftur skemmti- og fræðslufundinum sem átti að vera næstkomandi sunnudag 7. apríl- og nú til að útiloka stórhríð, hefur verið ákveðið að halda viðburðinn sunnudaginn 9. júní í staðinn.
Meira

Heima í stofu á Sauðárkróki

Viðburðarséni okkar Skagfirðinga, Áskell Heiðar Ásgeirsson, stendur nú, ekki í fyrsta skipti, fyrir nýung í tónleikahaldi á Sauðárkróki í komandi Sæluviku. Um er að ræða svokallaða heimatónleika.
Meira

Leikirnir sem öllu ráða eru í kvöld!

Oft var þörf en nú er nauðsyn- að mæta í Síkið, spurning hvort þeir sem eru sunnan heiða skelli sér og hvetji Álftanes til sigurs í kvöld því ekki dugar fyrir Tindastól að vinna Hamar í kvöld til þess að komast í úrslitakeppnina í þessari síðustu umferð í deildarkeppni vetrarins.
Meira

Morðin á Sjöundá og Illugastöðum

Út er komin bókin Þessi frægu glæpamál: Morðin á Sjöundá og Illugastöðum. Það eru Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði HÍ og Jón Torfason, fyrrverandi skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands sem rita ítarlegan inngang og tóku saman heimildir sem eru gefnar út í heild sinni í fyrsta sinn í þessari bók. Útgefendur eru Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og Háskólaútgáfan.
Meira

Verðlaunahafar í Skagfirskri sauðfjárrækt

Á aðalfundi félags sauðfjárbænda í Skagafirði sem fram fór á Löngumýri 25.mars síðastliðinn voru afhent verðlaun í nokkrum flokkum samkvæmt venju fyrir framleiðsluárið 2023. Hér fyrir neðan má sjá verðlaunaflokka og niðurstöður. 
Meira

Sjónhorn og Feykir koma út á morgun

Vanalega eru Sjónhorn og Feykir prentuð í Hafnarfirði á þriðjudagsmorgni og eru klár í dreifingu á miðvikudagsmorgni. Páskahelgin setur strik í reikninginn þessa vikuna því gengið var frá uppsetningu á blöðunum í gær og verið er að prenta þau núna. Það þýðir að Sjónhorn og Feykir fara í dreifingu degi síðar en vanalega.
Meira

Allir í Síkið !

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki kvenna í körfubolta. Stelpurnar spila seinasta deildarleikinn sinn í kvöld, þriðjudaginn 2.apríl, við lið Keflavíkur u.fl. og hefst leikurinn kl.19:00.
Meira

1. apríl liðinn og margir anda léttar

Í dag er 2. apríl og gaman að velta aðeins fyrir sér hvort margir hafi hlaupið 1. apríl í gær. Fréttamiðlar fara oft af stað með lygavefi og fá fólk til að hlaupa af stað til þess að nýta sér eitthvað stórgott tilboð eða sjá eitthvað sem hefur rekið á fjörur á áður óséðum stöðum. Á meðan aðrir sjá í gegnum platið eru alltaf einhverjir sem falla í gildruna. 
Meira

HEITASTA GJÖFIN - „Man lítið úr fermingunni sjálfri fyrir utan hláturskast á vandræðalegu augnabliki“

Eva María er frá Siglufirði og býr í Birkihlíðinni á Sauðárkróki. Eva er gift Birni Magnúsi og eiga þau fjögur börn á aldrinum 7-17 ára. Hún vinnur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki en er í veikindaleyfi eins og er.
Meira

„Það voru sumir orðnir vel skelkaðir“

Enn er víða erfið færð og lítið ferðaveður á Norðurlandi en þegar þessi frétt er skrifuð er þó hægt að komast úr Skagafirði og suður ef notast er við Vatnsskarð og Holtavörðurheiði. Vonskuveður var á Vatnsskarði í gærdag og var haft eftir Þorgils Magnússyni hjá Björgunarfélaginu Blöndu í fréttum Sjónvarps að aðstæður á Vatnsskarði hafi verið erfiðar; fljúgandi hálka og stórhríð og fólk hreinlega hrætt.
Meira