A-Húnavatnssýsla

Endurreisn þjóðmenningarstaðar

Í febrúar kom út skýrsla um frumhönnun endurreisnar þjóðmenningarstaðarins Hóla í Hjaltadal. Höfundur skýrslunnar er Arna Björg Bjarnadóttir en skýrslan er unnin fyrir Hólastað með stuðningi frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Feykir tók tal af þeim Hólmfríði Sveinsdóttur, rektor Háskólans á Hólum, sr. Gísla Gunnarssyni vígslubiskupi Hólastiftis, Magnúsi Barðdal verkefnastjóra hjá SSNV og Örnu Björgu Bjarnadóttur verkefnastjóra verkefnisins Hólar í Hjaltadal – Endurreisn þjóðmenningarstaðar í tilefni af útgáfu skýrslunnar og var birt í tlb 9.
Meira

Nýi kaupfélagsstjórinn hjá KVH á Hvammstanga

Í byrjun janúar tók Þórunn Ýr Elíasdóttir við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Vestur-Húnvetninga en forveri hennar var Björn Líndal Traustason. Þórunn Ýr kemur frá Reykjavík, var ættleidd frá Kóreu, og ólst upp í Breiðholtinu. Eiginmaður hennar heitir Guðni Már Egilsson og eiga þau sex börn, þrjú tengdabörn og átta barnabörn. Þegar Þórunn Ýr kláraði framhaldsskóla lagði hún stund á nám við Háskólann í Reykjavík þar sem hún útskrifaðist með diplómu í fjármálum og rekstri.
Meira

„Ég held reyndar að ég hafi fæðst prjónandi“

Sigurlaug Guðmundsdóttir, oftast kölluð Silla kemur frá Keflavík, þar er hún fædd og uppalin. Eins og margir aðrir byrjaði Silla sína vinnu í fiski og starfaði líka lengi í mötuneyti hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Síðan í mötuneyti á Reyðarfirði, Þeistareykjum og á Húsavík. Silla flutti á Hofsós 2017 og býr með manni sínum, Kristjáni Jónssyni frá Óslandi. Á Hofsósi finnst þeim yndislegt að vera. Silla starfar í sundlauginni á Hofsósi og hefur einnig tekið að sér afleysingar í mötuneyti í Grunnskóla austan Vatna og Leikskólanum Tröllaborg.
Meira

HEITASTA GJÖFIN - „Kaffiboð af bestu gerð og pottþétt boðið upp á sígó líka“

Steindór Árnason trillukall er fæddur á Króknum og átti heima á Reykjum á Reykjaströnd fyrstu æviárin. Steindór býr núna í gamla læknishúsinu í Skógargötunni á Króknum ásamt henni Jónu sinni. Steindór var til í að rifja upp fermingardaginn.
Meira

Gamla frystihúsið á Hofsósi verður lóðrétt býli

Amber Monroe, fædd og uppalin í Bandaríkjunum, kom fyrst til Íslands árið 2017 og varð ástfangin af landinu. Þetta var einhvers konar „a-ha móment þar sem ég vissi að ég hefði fundið staðinn sem ég vildi vera á. Fólkið hérna er svo indælt og náttúran svo sérstök."
Meira

Á náttföt, alls konar peysur og kjól

Í Raftahlíðinni á Króknum býr Hafdís Hrönn Bjarkadóttir níu ára stelpuskott, ásamt móður sinni, Stefaníu Ósk, föður, Bjarka Þór, og yngri systur, Ásdísi Pálu. Hafdís Hrönn er svo heppin að eiga litla hvíta Miniture schnauzer eða dvergschnauzer tík sem heitir Hneta.
Meira

Grafin gæs og bleikja

Matgæðingar vikunnar i tbl. 18 í fyrra voru Eiður Baldursson og Þórey Gunnarsdóttir í Fellstúninu á Króknum. Eiður og Þórey eiga og reka Grettistak veitingar en Þórey er einnig grunnskólakennari og vinnur við það. Þau eiga saman fjögur börn, Söndru Sif, Sólveigu Birtu, Arnar Smára og Árdísi Líf. Eiður var ekki lengi að taka ákvörðun um hvað ætti að bjóða upp á í þessum matarþætti og fáum við hér uppskriftir að grafinni gæs og hægeldaðri bleikju. 
Meira

HEITASTA GJÖFIN - „Kaldsvitnaði yfir að muna ekki trúarjátninguna“

Þórður Karl Gunnarsson fæddist á Siglufirði á því herrans ári 1985 en flutti svo á Krókinn árið 1990. Þórður, sem býr í Eyrartúninu á Sauðárkróki, er giftur Arneyju Sindradóttur og eiga þau saman þrjú börn, þau Gunnar Atla, Ólaf Bjarna og Eldeyju Sif. Foreldrar Þórðar eru Auður Haraldsdóttir og Gunnar Björn Rögnvaldsson. Þórður vinnur á Stoð verkfræðistofu ehf.
Meira

AÐSENT - Jón Stefán Gíslason: Hrakfallabálkur af hálendinu, febrúar 1973

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð var stofnuð 17. október árið 1971. Hún byggði á hugsjón heimamanna, fyrirmynd úr Reykjavík og að miklu leiti vegna áhuga Brynleifs Tobíassonar á flugi. Með aukinni umferð lítilla flugvéla blasti við að slys eða óhöpp gætu orðið tíðari og ekki alltaf á aðgengilegum stöðum. Mannkraftur var nógur og í góðu formi en tækjakostur enginn. Við fengum aðstöðu í Gamla Lundi sem þá stóð auður og var í eigu Sigurpáls Árnasonar.
Meira

Sigríður Hrund lagði land undir fót

Fyrsta legg hringferðar Sigríðar Hrundar um landsbyggðina er nú lokið. Sigríður Hrund lagði land undir fót og heimsótti fjóra staði á Norðurlandi; Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri og voru viðtökur góðar. Markmiðið var að eiga beint og milliliðalaust spjall við þjóðina á heimavelli og heppnaðist það vel. Mæting var góð og sköpuðust innihaldsríkar umræður. Sigríður kom líka í hádegisspjall á Hvammstanga og heimsótti Dalamenn.
Meira