A-Húnavatnssýsla

Nýtt listaverk afhjúpað á Skagaströnd í dag

Nes listamiðstöð stendur fyrir opnun á nýju listaverki við gatnamót Hólanesvegar og Oddagötu á Skagaströnd í dag. Það er listamaðurinn Adam Eddy sem bjó til listaverkið sem á að spegla mynd af Spákonufelli niður í gegnum húsið á hvítt borð.
Meira

Hákon Ólympíufari bæði húnvetnskur og skagfirskur

Ólympíuleikarnir standa nú sem hæst í París í Frakklandi og í dag keppti Hákon Þ. Svavarsson í skotfimi. Skagfirskur íbúí í Mosfellsbæ hafði samband við Feyki af þessu tilefni og tilkynnti að hann hefði hitt konu í ræktinni í morgun sem sagði honum að Svavar þessi væri af skagfirskum ættum.
Meira

Haukar sýndu Húnvetningum harla litla gestrisni

Aðdáendur Kormáks/Hvatar þráðu sæta hefnd í Hafnarfirði þegar Húnvetningar heimsóttu Hauka sl. miðvikudagskvöld. Þeim fannst Haukar ekki hafa átt skilið jafntefli í fyrri leik liðanna á Blönduósi og nú átti að leiðrétta. Hvort óskirnar hafi ekki skilað sér til leikmanna skal ósagt látið en niðurstaðan varð sú að Hafnfirðingar sýndu litla gestrisni og sendu Húnvetninga heim með 5-1 tap á bakinu.
Meira

Framkvæmdir við Félagsheimilið Hvammstanga

Nú standa yfir umfangsmiklar framkvæmdir við Félagsheimilið á Hvammstanga. Um er að ræða viðgerð á þaki sem er löngu tímabær. Pappi hefur verið rifinn af þakinu, verið er að smíða grind sem á verða lagðar yleiningar. Í framhaldinu er til skoðunar að ráðast í viðgerðir á ytra byrði hússins á næsta ári en steypuskemmdir á húsinu eru nokkrar. Nú stendur yfir vinna við gerð verk- og kostnaðaráætlunar fyrir það verk í samræmi við úttekt á ástandi hússins sem unnin var fyrir nokkrum árum.
Meira

Hafnarvogarhúsið á Hvammstanga komið í listrænan búning

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að á síðasta ári fékk sveitarfélagið styrk úr styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótar Íslands til að setja upp myndavænt auðkenni fyrir sveitarfélagið. Markmið verkefnisins er fegrun umhverfisins en um leið að stuðla að því að gestir taki myndir sem deilt er á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á svæðinu.
Meira

Nína Júlía vann sinn flokk á Unglingalandsmótinu

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Unglingalandsmótið í ár er haldið í Borgarnesi og verður setningarathöfnin haldin í kvöld. Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt og keppt er í 18 keppnisgreinum. Ýmiss konar afþreyingar er einnig í boði og skemmtun fyrir alla fjölskylduna en um 1000 ungmenni eru á svæðinu og eru 40 þátttakendur frá UMSS skráðir til leiks og 24 keppendur fyrir hönd USAH. Keppni hófst í golfi í gærkvöldi í frábæru veðri á Hamarsvelli og voru þrír þátttakendur mættir frá UMSS. Fyrsti keppandi mótsins fyrir hönd UMSS gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk og var hin brosmilda og káta Nína Júlía Þórðardóttir þar á ferðinni, frábær árangur hjá henni. 
Meira

Halla Tómasdóttir sett í embætti forseta í dag

Halla Tómasdóttir sór drengskapareið að stjórnarskránni og var sett í embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Embættistakan hófst með helgistund í Dómkirkjunni en að henni lokinni var gengið til athafnar í Alþingishúsinu. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar, Kristín Edwald, forsetakjöri áður en drengskaparheit var unnið.
Meira

Ekkert er sjálfgefið á sérleiðum

Ljómarallýið fór fram um síðustu helgi og voru 20 áhafnir ræstar út frá Vélavali í Varmahlíð á laugardagsmorgninum en rallýkeppnin var önnur í röðinni af fimm í Íslandsmeistaramótinu 2024. Veðurskilyrði voru ákjósanleg, hvorki sól, þoka, né úrkoma að trufla einbeitingu ökumanna eða starfsfólks. Aðstæður voru þó nokkuð krefjandi og vætutíð að undanförnu gerði yfirborð vegar á köflum mjög sleipt en töluverð afföll urðu í keppnisbílaflotanum vegna bilana, útafaksturs og veltutilþrifa. Sex áhafnir urðu að játa sig sigraðar og luku ekki keppni. 
Meira

Starfsmaður N1 látinn fara eftir líkamsárás

Á fréttavefnum mbl.is segir að starfs­manni N1 á Blönduósi hef­ur verið sagt upp eft­ir að hann réðst á ann­an karl­mann á bens­ín­stöðinni á vinnu­tíma sl. sunnu­dag. Um er að ræða tvo kunn­ingja en málið er komið á borð lög­reglu. Þetta staðfest­ir Jón Viðar Stef­áns­son, for­stöðumaður ein­stak­lings­sviðs N1, í sam­tali við mbl.is. „Þeir þekkj­ast. Þetta er svona per­sónu­leg­ur harm­leik­ur á milli mann­anna,“ seg­ir Jón.
Meira

Orð að lokum | Erla Jónsdóttir skrifar

Kæru íbúar, það eru blendnar tilfinningar á þessum tímamótum þegar staðfest hefur verið að Skagabyggð mun sameinast Húnabyggð 1. ágúst 2024.
Meira