A-Húnavatnssýsla

Sigurjón segir Vegagerðina vanmeta tjón af grjótkasti á Þverárfjalli

Talsvert bar á kvörtunum vegna rúðubrota í kjölfar grjótkasts í vetur eftir að nýr vegur milli Blönduóss og Skagastrandar var tekinn í gagnið í október. Í vor sendi Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, fyrirspurn til innviðaráðherra um tjónið sem vegfarendur hafa orðið fyrir vegna grjótkasts „frá misheppnaðri klæðningu á nýlögðum Þverárfjallsvegi.“
Meira

Hin (svolítið) skagfirska Halla Tómasdóttir kjörin forseti

Feykir greindi frá því aðfaranótt sunnudags að allt benti til þess að Halla Tómasdóttir stefndi hraðbyri á Bessastaði og myndi sigra forsetakosningarnar líkt og fyrstu tölur úr öllum kjördæmum bentu til. Svo fór að sjálfsögðu eins og ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni.
Meira

Fundað vegna mögulegrar sameiningar Húnabyggðar og Skagabyggðar

Í gærkvöldi fór fram íbúafundur um mögulega sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar í Skagabúð en í kvöld, þriðjudaginn 4. júní klukkan 20, fer seinni fundurinn fram í Félagsheimilinu á Blönduósi. Álit samstarfsnefndar um sameininguna verður þá kynnt ásamt þeim forsendum sem liggja til grundvallar tillögu um sameiningu sveitarfélaganna.
Meira

Sumaropnun Heimilisiðnaðarsafnsins

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins Skynið fyllir vitund eftir listakonuna Björgu Eiríksdóttur var opnuð 1. júní og bar upp á fyrsta venjubundinn opnunardag safnsins.
Meira

Svavar Knútur á ferðinni í júní að kynna nýja plötu

Svavar Knútur söngvaskáld fagnar þessa dagana útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt og auðvitað er mikilvægt að heimsækja frændfólk, vini og ættingja. Þar á meðal á Sauðárkróki, Siglufirði og Blönduósi, þar sem Svavar Knútur heldur tónleika nú í júní. Svavar er nýlentur aftur á landinu eftir vel heppnaðar tónleikaferðir um bæði Evrópu og Ástralíu og finnst fátt betra en að lenda á hlaupum og hefjast handa við að gleðja landann.
Meira

Útlit fyrir eitt versta veður sem sést hefur á þessum árstíma

Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra segir að vonskuveðrið sem spáð var í gær verði væntanlega enn verra en spáð var. Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun sína úr gulri í appelsínugula frá mánudagskvöldinu 3. júní og fram á aðfaranótt miðvikudags en þá tekur við gul veðurviðvörun fram á aðfaranótt föstudags.
Meira

Húnaskólanemar vilja Skólahreystis-völl á skólalóðina

Húnahornið segir frá því að nemendur í Húnaskóla á Blönduósi vilja fá Skólahreystis-völl á skólalóðina og hafa sent íþrótta-, tómustunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar erindi þess efnis. Vilja þeir að skólinn verði meira heilsueflandi skóli í heilsueflandi samfélagi og að markmið sé að nemendur hreyfi sig meira.
Meira

Halla Tómasdóttir stefnir hraðbyri á Bessastaði

Það er næsta víst að Halla Tómasdóttir verður næsti forseti Íslands en nú þegar talin hafa verið 86.551 atkvæði, eða um helmingur greiddra atkvæða, hefur hún umtalsvert forskot á Katrínu Jakobsdóttur. Halla er með 32,4% atkvæða en Katrin 26,3% en sú síðarnefnda hefur þegar óskað Höllu til hamingju með sigurinn í kjörinu.
Meira

Standandi veisluhöld á Hvammstanga

Það var gengið til kosninga í dag um land allt en kjósendur gátu valið á milli tólf forsetaframbjóðenda. Flestum ef ekki öllum kosningum fylgir hið margrómaða kosningakaffi og einhverjir buðu upp á slíkar veislur í dag hér á Norðurlandi vestra. Á Hvammstanga stóð Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra fyrir kosningakaffi í Verzlun Sigurðar Pálmasonar og þangað mættu um 120 manns og gæddu sér á kaffi og vöfflum.
Meira

Austlendingar höfðu betur gegn Húnvetningum

Það var leikið í 2. deildinni í dag en þá héldu Húnvetningar austur í Fellabæ þar sem lið Hattar/Hugins beið þeirra. Austlendingar voru sæti ofar en lið Kormáks&Hvatar fyrir leik og því hefði verið gott að krækja í sigur en það gekk ekki eftir. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Aðdáendasíðunnar var því hér annar leikurinn í röð sem lið Húnvetninga uppskera ekki svo sem þeir sá og lokatölur 3-1.
Meira