Yndisleg samverustund á Heilsudögum í Húnabyggð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.09.2024
kl. 09.56
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum í Húnabyggð að sl. viku hafa Heilsudagar í Húnabyggð farið fram. Skipuleggjendur settu saman flotta dagskrá í tilefni af Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Í gærmorgun var t.d. yndisleg samvera hjá eldri borgurum, starfsfólki og börnum í Leikskóla Húnabyggðar þar sem gengin var hringur á íþróttavellinum og svo var boðið upp á ávaxtastund á eftir. Þessi samveruhreyfing vakti mikla lukku bæði hjá ungum sem öldnum sem tóku þátt.
Meira