Tilraunagróðurhús í Húnabyggð hlaut 15 milljón króna styrk
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
24.05.2024
kl. 10.14
SSNV og Húnabyggð hafa undirritað samning vegna styrks til nýtingu glatvarma frá gagnaverinu á Blönduósi. Í frétt á vef SSNV segir að til standi að reisa tilraunagróðurhús og veita frumkvöðlum aðgengi til að prófa og þróa vörur, og þannig gera svæðið eftirsóknarvert fyrir matarfrumkvöðla. Orka verður tryggð með sólarrafhlöðum. „Um er að ræða spennandi verkefni sem við erum sannfærð um að muni efla svæðið þegar litið er til framtíðar. Við hjá SSNV óskum Húnabyggð til hamingju með styrkveitinguna,“ segir í fréttinni.
Meira