A-Húnavatnssýsla

Draumahátíð handavinnuelskenda

Nú er framundan allsherjar prjónagleði á Blönduósi. Hátíð sem hefur skipað sér fastan sess í viðburðadagatali sumarsins í Húnabyggð. Er þetta í áttunda sinn sem hátíðin verður haldin um komandi helgi 7.- 9. júní. Þegar mikið stendur til er nauðsynlegt að taka stöðuna fyrir helginni og heyrði blaðamaður í Svanhildi Pálsdóttur viðburða – og markaðsstjóra Textilsmiðstöðvar Íslands í nýjasta tbl. Feykis. 
Meira

Stúlkur frá Norðurlandi vestra fulltrúar Íslands á Heimsmeistaramóti ungra bakara

Heimsmeistaramót ungra bakara var haldið hér á landi dagana 3.-5. júní en keppnin hefur verið haldin af International Union of Bakers & Confectioners (UIBC) síðan 1972 en það er alþjóðlegt samband fyrir bæði bakara og kökugerðarmenn um allan heim. Hér er á ferðinni stór og mikill viðburður sem Landssamband bakarameistara (LABAK) sjá um og var haldið á Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti sem þetta heimsmeistaramót er haldið hér á landi heldur einnig í fyrsta skipti sem eitt af norðurlöndunum heldur mótið en sjö önnur lönd tóku þátt í ár. 
Meira

Tindastólsstúlkur í Subway deild

Stórtíðindi á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls þar sem segir að meistaraflokki kvenna Tindastóls hefur boðist að taka sæti Fjölnis í Subway deild kvenna á næstu leiktíð eftir að stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis dró liðið úr keppni.
Meira

Ennþá hægt að sækja um í Garðlönd sveitarfélagsins

Þau sem hafa áhuga á að rækta grænmeti og ýmislegt annað en vantar aðstöðu ættu að sækja um reit í Garðlönd sveitarfélagsins sem staðsett eru á Nöfunum á Sauðárkróki og við Reykjarhól í Varmahlíð. Í frétt á skagafjordur.is segir að til að sækja um þurfi að senda póst á Kára Gunnarsson á kari@skagafjordur.is en aðstaðan er gjaldfrjáls líkt og verið hefur undanfarin sumur og því tilvalið að nýta þetta flotta framtak Sveitarfélagsins. 
Meira

Sameinuð erum við sterkari heild.

Sveitarstjórnir Skagabyggðar og Húnabyggðar hafa ákveðið að boða til íbúakosninga núna í júní um sameiningu sveitarfélaganna. Að baki þeirri ákvörðun liggur niðurstaða samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna. Sú niðurstaða er að það sé framfaraskref að sameina sveitarfélögin í eitt sveitarfélag og með því verði það öflugt, með sterkari rekstrargrundvöll til að bæta þjónustu við íbúa og hafi aukinn slagkraft. Ég get tekið heilshugar undir þá niðurstöðu. En hvers vegna?
Meira

Sjóvá Smábæjaleikarnir haldnir 15. og 16. júní á Blönduósi

Dagana 15. - 16. júní verða hinir árlegu Sjóvá Smábæjaleikar á Blönduósi. Er þetta í tuttugasta skipti sem þetta mót er haldið en á því er keppt í knattspyrnu í 8., 7., 6. og 5. flokki bæði drengja- og stúlknaflokkum. Mikil stemmning er á þessu móti og hefst keppnin á laugardagsmorgninum og stendur yfir fram á miðjan sunnudag. Íbúar í Húnabyggð og í nærliggjandi bæjarfélögum eru hvattir til að kíkja á ungu kynslóðina spreyta sig með boltann og er ekki spurning að þarna verða á ferðinni upprennandi fótboltastjörnur.
Meira

Áfram hret í kortunum

Ein sú sumarlegasta og skemmtilegasta fyrirsögn sem blaðamaður getur gert svona í sumarbyrjun. Veðrið þessa dagana er efni í frétt. Að keyra til vinnu dag eftir í dag í krapa og slabbi sem er þess eðlis að ef þú ekki ætlar að fleyta bifreiðinni utan vegar þá þarftu að aka mjög varlega er fréttnæmt 6. júní. 
Meira

Pétur Jóhann á Hvammstanga á morgun, 7. júní, í Félagsheimilinu

Pétur Jóhann er á léttum rúnti  um landið til að græta landann úr hlátri og er næsta stopp á Hvammstanga föstudaginn 7. júní í Félagsheimilinu. Herlegheitin byrja kl. 21:00 og í þetta skiptið verður Pétur með splunkunýtt efni þar sem hann fer um víðan völl og lætur gamminn geysa. Einnig má gera ráð fyrir að kötturinn, Gunnþór og fleiri snillingar líti við.
Meira

„Ég nýt þess að skapa og syngja og gleðja fólk“

Söngvaskáldið Svavar Knútur er stokkinn af stað í tónleikaferð um landið sem hann kallar Litrík og hlýleg. Ferðina hóf hann í heimabæ sínum, Akureyri, í lok maí en í kvöld, miðvikudaginn 5. júní, spilar hann í Gránu á Sauðárkróki en hann bjó um árabil á Skálá í Skagafirði. Svavar Knútur er á stöðugum þeytingi um heiminn, oftar en ekki einn með gítarinn. Feykir átti línulegt samtal við listamanninn...
Meira

Bændur áhyggjufullir í óveðrinu

Veðrið er hreinlega hið leiðinlegasta í dag og svo verður áfram á morgun og væntanlega fimmtudag líka. Á samfélagsmiðlum má sjá margar myndir sem sýna ástandið. Heldur hefur færð skánað í Skagafirði nú eftir hádegið, fleiri vegir greiðfærir en víða hálkublettir eða krap. Öxnadalsheiði er nú greiðfær en krap er á Holtavörðuheiði og norðan 19 m/sek.
Meira