A-Húnavatnssýsla

Þungarokksþyrstur organisti | EYÞÓR FRANZSON

Það er Eyþór Franzson Wechner sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hann er organisti Blönduóskirkju og nærsveita og kennir við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Hans hljóðfæri er því pípuorgel. Eyþór er fæddur árið 1990 á Akranesi en bjó unglingsárin í Hafnarfirði. „Það er engin bein tenging við Skagafjörð eða Húnavatnssýslur, nema hvað að föðursystir mín bjó á Sauðárkróki ásamt fjölskyldu. Fór svolítið þangað í fríum til að heimsækja frænda minn, sem er á aldur við mig. Svo flytur mamma á Hjalla í Akrahreppi fyrir um tólf árum og ég til Blönduóss fyrir níu árum.“
Meira

Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands gera nýjan samning

Selasetur Ísland og Náttúrustofa Norðurlands vestra hafa gert með sér nýjan samstarfssamning. Á vef Selasetursins segir að Selasetrið og NNV hafa verið í nánu og góðu samstarfi undanfarin ár. Á Hvammstanga hafi verið staðsettir starfsmenn NNV sem hafi verið virkir þátttakendur í því vísindasamfélagi sem þar er.
Meira

Þriðji bekkur hlaut Gullskó Húnaskóla

Í lok september lauk í Húnaskóla verkefninu Göngum í skólann sem var í gangi í tvær vikur. Sagt er frá því á vef skólans að af þessu tilefni hafi verið haldin verðlaunaafhending fyrir utan skólann þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans voru saman komnir og eftirvæntingin var töluverð. Allir bekkir stóðu sig vel en að þessu sinni var það 3. bekkur sem hlaut gullskóinn en þau mættu öll alla dagana hjólandi eða gangandi í skólann.
Meira

Aurskriða féll í Svartárdal

Aurskriða féll á Svartárdalsveg í Húnavatnssýslu í dag og hefur lokað veginum. Guðmundur Guðbrandsson, bóndi á Bergsstöðum sagði í samtali við ruv.is, að skriðan hefði haft töluverð áhrif. Vegurinn hafi rofnað og að sveitin fyrir innan sé svo gott sem lokuð. Hægt sé að aka heiðina en hún sé varla fólksbílafær. Þá sé ekki vitað hvort kindur hafi orðið undir skriðunni.
Meira

Langi Seli og Skuggarnir á Sauðárkróki

Langi Seli og Skuggarnir troða upp á Grána Bistro föstudagskvöldið 4. október næstkomandi og byrja tónleikarnir kl. 21.00.
Meira

Bónusdeild karla hefst í kvöld

Bónusdeild karla hefst í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti KR í Síkinu. Á Facebooksíðu Tindastóls segir að fyrir leik gefst árskorthöfum tækifæri til að hittast í þjálfaraspjalli frá kl 17.45, í nýrri aðstöðu körfuknattleiksdeildarinnar í norðurhlutanum á Ábæ. Allir árskorthafar eru hvattir til að mæta þangað, spjalla og skiptast á hugmyndum. Leikurinn hefst á slaginu 19:15, hamborgararnir verða á grillinu frá 18:30.
Meira

Myrkrið nálgast

Nú er haustið að ganga í garð, dagarnir að styttast og næturmyrkrið
Meira

Hljómar kunnuglega ekki satt? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mjög langur vegur er frá því að helztu lögspekingar landsins séu einróma í þeirri afstöðu að rétt sé að frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn, verði að lögum þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um annað. Frumvarpið felur sem kunnugt er í sér að bundið verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn hafi forgang gagnvart innlendri lagasetningu.
Meira

Rafmagnslaust frá Vestfjörðum til Húsavíkur

Rafmagnslaust varð allt frá Vestfjörðum til Húsavíkur um hádegisbilið. Óhappið má rekja til Norðuráls en svo virðist sem óhapp þar hafi aukið þannig álagið á rafkerfi Landsnets að rafmagnið sló út óvenju víða.
Meira

Fullt hús með ráðningu Sigríðar Ingu

Sigríði Ingu Viggósdóttur hefur verið ráðin í starf svæðisfulltrúa á svæðisstöð íþróttahreyfingarinnar á Norðurlandi vestra. Þetta er ein af átta svæðisstöðvum íþróttahreyfingarinnar um allt land.
Meira