A-Húnavatnssýsla

Fullkomlega óskiljanlegt|Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tólf prósent kjósenda myndi greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt ef gengið yrði til þingkosninga nú miðað við skoðanakönnun Prósents sem birt var í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Á sama tíma myndu 18% kjósa Miðflokkinn. Þessi þróun hefur verið í gangi um hríð en þó einkum undanfarnar vikur þar sem ekki er hægt að segja annað en að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi hreinlega hrunið á skömmum tíma.
Meira

Hefðu báðar viljað spila aðeins meira

Skagstrendingarnir og Tindastólsstúlkurnar Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir hafa síðustu daga verið með U17 landsliði Íslands í knattspyrnu en liðið hefur nýlokið þátttöku í undankeppni EM 2024/25 en keppnin fór fram í Skotlandi. Liðið lék þrjá leiki, mættu Skotum, Pólverjum og Norður-Írum og vann einn leik en tapaði tveimur. Feykir lagði í morgun nokkrar spurningar fyrir Elísu Bríeti.
Meira

Spáð snjókomu og éljum á morgun

Færð á vegum á Norðurlandi vestra er alla jafna góð nú að morgni en víðast hvar er greiðfært. Þó eru hálkublettir í Blönduhlíð og á Öxnadalsheiði og sömuleiðis á Þverárfjalli og á stöku stað á þjóðvegi 1 í Húnavatnssýslum. Útlit er fyrir ágætis veður í dag en með kvöldinu þykknar upp og má búast við snjókomu í nótt en dregur úr með morgninum.
Meira

Sigurdís og Bergmál fjallanna

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 10. október, heldur húnvetnska tónlistarkonan Sigurdís tónleikana „Bergmál fjallanna” í Djúpinu í Hafnarstræti í Reykjavík. Sigurdís er lagasmiður, píanóleikari og söngkona, búsett í Danmörku, en alin upp í Ártúnum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Forsæludalur kominn í eigu Orkusölunnar

„Best hefði verið fyrir sveitina að áfram væri búskapur á jörðinni en það lá fyrir við búskaparlok fyrri eigenda að líklega væri hefðbundnum búskap í Forsæludal lokið,“ segir Jón Gíslason, bóndi á Hofi í Vatnsdal, aðspurður um kaup Orkusölunnar á jörðinni Forsæludal sem er fremsta byggða ból í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Gengið var frá kaupunum í síðasta mánuði.
Meira

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni fer fram í kvöld þegar Stjarnan kemur norður.
Meira

Tónleikar í Bjarmanesi

Laugardagskvöldið 12. október nk. verða tónleikar haldnir í samtarfi við Minningarsjóðinn um hjónin frá Vindhæli og Garði í Bjarmanesi á Skagaströnd. Það er hinn eini sanni Magnús Þór sem mætir á Skagaströnd með gítarinn. 
Meira

Farið yfir verkefnastöðu Húnabyggðar

Á fundi byggðaráðs Húnabyggðar fór sveitarstjóri yfir helstu verkefni sveitarfélagsins en nokkrum stórum verkefnum er lokið eða rétt að ljúka.
Meira

Þetta er allt að koma...| Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland.
Meira

Landsvirkjun styrkir hönnun á göngubrú

Landsvirkjun hefur ákveðið að styrkja Húnabyggð um 5.000.000kr. vegna hönnunar á nýrri göngubrú yfir ósa Blöndu.
Meira