A-Húnavatnssýsla

Hamingjan er hér

Íbúakönnun landshlutanna er samstarfsverkefni allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins, ásamt Byggðastofnun. Könnunin hófst haustið 2023 en dróst fram á veturinn 2024. Þátttakendur voru um 11.500.
Meira

Margrét Petra ráðin verkefnastjóri í barnavernd

Á vef sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að gengið hefur verið frá ráðningu Margrétar Petru Ragnarsdóttur í stöðu verkefnastjóra í barnavernd sem auglýst var laust til umsóknar í lok maí.
Meira

Björguðu hesti úr sjálfheldu

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fór í smá verkefni síðastliðið þriðjudagskvöld en þá hafði hesturinn Draumur komið sér í hálfgerða sjálfheldu á sandgrynningum í Héraðsvörnum. Á Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar segir að verkefnið hafi gengið vel og Draumur komst heill á húfi heim. 
Meira

Harmonikuunnendur hér er eitthvað fyrir ykkur

Dagana 14. - 16. júní fer fram Harmonikuhátíð fjölskyldunnar í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka, Miðfirði. Það eru harmonikufélögin Nikkólína og Grettir sem standa að hátíðinni og samkvæmt dagskránni fara fram dansleikir bæði á föstudagskvöldínu frá kl. 21:00 til kl. 01 eftir miðnætti og á laugardagskvöldinu frá kl. 20 og til miðnættis. Þá verður einnig glæsileg skemmtidagskrá á laugardeginum og verður t.d. happdrætti og kaffihlaðborð frá klukkan 14:00.
Meira

Fjölgar í starfsliði Blöndustöðvar

Rekstur Blöndustöðvar gekk áfallalaust fyrir sig í vetur og snerist að miklu leyti um hefðbundið viðhald. Innrennsli í Blöndulón var hins vegar fremur lítið, því kalt var á hálendinu norðvestanlands; oft snjókoma en sjaldan rigning. Um leið kallaði mikil eftirspurn á mikla orkuvinnslu. Fyrir vikið fór vatnshæð Blöndulóns undir söguleg viðmiðunarmörk í byrjun apríl. Svipaðar aðstæður voru við Fljótsdalsstöð og urðum við því að hægja á orkuvinnslu og skerða afhendingu til stórnotenda. Staða Blöndulóns tók að batna síðasta vetrardag og var vinnsla stöðvarinnar í framhaldinu aukin um þriðjung. Skerðingum var svo aflétt í byrjun maí.
Meira

Safnað fyrir litla hetju

Það var í byrjun maí á þessu ári sem Feykir sagði frá því að hjónin Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir hefðu fengið afhent Samfélagsverðlaun Skagafjarðar árið 2024 við setningu Sæluviku. Þau hjónin eru einstakar fyrirmyndir í samfélaginu okkar og eru ávallt fyrst til að bjóða fram hjálp þegar einhver þarf á að halda og hafa margoft staðið fyrir söfnunum fyrir þá sem á því þurfa að halda. Með dugnaði, frumkvæði, hjálpsemi, samhyggð og góðu hjartalagi stuðla þau að samheldni í samfélaginu okkar.
Meira

Líf og fjör á Blönduósi um helgina.

Það verður líf og fjör á Blönduósi um helgina þegar bærinn fyllist af börnum til að taka þátt í Sjóvá Smábæjarleikunum sem fara fram í 20. skiptið næskomandi helgi. Keppt er í knattspyrnu í stúlkna- og drengja 5.,6.,7., og 8., flokki. Föstudaginn 14. júní er móttaka keppnisliða í norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar og laugardaginn 15. júní er mótssetning á íþróttavellinum.
Meira

Kosning hafin um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar

Á fréttavefnum huni.is segir að íbúar í Húnabyggð og Skagabyggð geta nú byrjað að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Kosningarétt hafa íslenskir og norrænir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri fyrir lok atkvæðagreiðslunnar þann 22. júní 2024 og eru með skráð lögheimili í öðru hvoru sveitarfélaganna þann 16. maí 2024. Erlendir ríkisborgarar sem uppfylla sömu skilyrði og íslenskir og sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir upphaf kosningar, eiga einnig kosningarétt.
Meira

Matvælaráðherra úthlutar rúmlega 491 milljónum úr Matvælasjóði

Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen matvælaráðherra hefur úthlutað um 491 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 46 verkefni styrk upp á alls 491,2 m.kr en 198 umsóknir bárust til sjóðsins. „Matvælasjóður spilar lykilhlutverk til að frjóar hugmyndir og lífvænleg verkefni í matvælaframleiðslu og -vinnslu nái að dafna og vaxa“ segir matvælaráðherra. „Það er jafnframt gleðiefni að sjá að úthlutanir dreifast nokkuð jafnt á milli kynja og að skipting milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar er í góðu jafnvægi“.
Meira

Ísak Óli áfram styrktarþjálfari mfl.karla

Í framhaldi af fréttum frá körfuknattleiksdeild Tindastóls að Helgi Freyr yrði ekki áfram með stelpurnar segir að samningurinn við Ísak Óla Traustason hafi verið framlengdur sem styrktarþjálfari meistaraflokks karla.
Meira