A-Húnavatnssýsla

Flugvöllurinn á Blönduósi kominn í notkun á ný

„Við erum rosalega ánægð með að viðgerðir á flugvellinum séu loksins orðnar að veruleika,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Húnabyggðar, við Feyki þegar hann var spurður hvort búið væri að taka flugvöllinn á Blönduósi í gagnið að nýju eftir lagfæringar og lagningu slitlags.
Meira

Vilja Húnavallaleið aftur á dagskrá

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um Húnavallaleið en flutningsmenn eru Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og Ásmundur Friðriksson þingmaður sama flokks í Suðurkjördæmi. Í frétt Húnahornsins um málið segir að tillagan feli í sér að Alþingi álykti að fela innviðaráðherra að fá Vegagerðinni það hlutverk að uppfæra forsendur fyrir uppbyggingu Húnavallaleiðar og hefja samtal við Húnabyggð um hvort Húnavallaleið verði bætt við sem nýframkvæmd í samgönguáætlun fyrir árin 2024–2038.
Meira

Æfingar hefjast hjá Skagfirska kammerkórnum.

Miðvikudaginn 11.september hóf Skagfirski kammerkórinn æfingar á ný eftir sumarfrí og heldur inn í sitt tuttugasta og fimmta starfsár.
Meira

Hvaðan kemur verðbólgan? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tveir helztu drifkraftar verðbólgunnar hér á landi undanfarin misseri hafa annars vegar verið kostnaður vegna húsnæðis og hins vegar innflutt verðbólga. Aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins enda mest flutt inn þaðan. Verðbólga jókst þar ekki vegna aukinna umsvifa heldur fyrst og fremst vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem varð til þess að ófá ríki sambandsins urðu háð orku frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum, þó enn sé flutt inn mikið af rússneskri orku, leiddi það til hærra orkuverðs, þar með hærri framleiðslukostnaðar og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað.
Meira

Oddviti Húnabyggðar ekki sáttur

„Ég ætla bara að ítreka það að við erum búin að standa við okkar. Við erum búin að sameina og mér finnst það asskoti hart að fá svona í bakið fyrir mitt samfélag. Við erum að reyna að sameina samfélög, við gerum það ekki með því að búa til óeiningu milli hverfa í okkar samfélagi,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Húnabyggðar, í samtali við RÚV í gær.
Meira

Kormákur/Hvöt hélt sæti sínu í 2. deild þrátt fyrir tap í lokaumferðinni

Það var hart barist í síðustu umferð 2. deildarinnar í tuðrusparkinu í gær. Hvorki hafði gengið né rekið hjá Kormáki/Hvöt í síðustu leikjum og útlitið ekki verulega gott fyrir lokaleikinn; erfiður andstæðingur í Ólafsvík á meðan lið KF spilaði heima á Ólafsfirði gegn Hetti/Huginn sem hafði tapað fimm leikjum í röð og virtust hættir þetta sumarið. Það eina sem spilaði með Húnvetningum var að þeir höfðu stigi meira en lið KF fyrir síðustu umferðina og það reyndist heldur betur mikilvægt þar sem bæði lið töpuðu og bættu því ekki við stigasafnið. Kormákur/Hvöt náði því í raun þeim frábæra árangri að halda sæti sínu í 2. deild og það voru víst ekki margir sem veðjuðu á það fyrir mót.
Meira

Byrjaði aftur á fullu þegar ömmustrákurinn fæddist

Hulda Björg er fædd og uppalin á Króknum og býr í Barmahlíðinni. Hulda og Konni maðurinn hennar eiga fimm börn og eitt barnabarn. Hulda starfar sem starfsmannastjóri hjá FISK Seafood.
Meira

Á sama tíma að ári

Blaðamaður Feykis á árlega erindi í réttir annars vegar Stafnsrétt sem staðsett er í Svartárdal í Austur Hún. og hins vegar Mælifellsrétt sem stendur á eyrinni við bæinn Hvíteyrar í Lýdó.
Meira

Birgitta og Elísa Bríet í U17 hópnum

Snillingarnir okkar, Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir frá Skagaströnd, hafa verið valdar í 20 leikmanna hóp U17 kvenna fyrir undankeppni EM 2025. Þetta er um margt afar merkilegt því þessir kornungu leikmenn meistaraflokks Tindastóls eru einu stúlkurnar af Norðurlandi sem eru í hópnum. 
Meira

„Aftast í kristalskúlunni sjáum við jafnvel 0-1 sigurmark sem mun sjokkera íslenskt knattspyrnusamfélag“

Það er lítið eitt eftir af fótboltasumrinu. Tindastólsfólk hefur haft ástæðu til að gleðjast þar sem strákarnir komust upp um deild og stelpurnar héldu sætinu í Bestu deildinni. Það verður hins vegar langur laugardagur hjá aðdáendum Kormáks/Hvatar sem munu eflaust naga neglur á meðan það ræðst hvort það verða knatttröllin úr KF, Garðbæingar í KFG eða þeirra eigin hetjur í Kormáki/Hvöt sem þurfa að bíta í það súra epli að falla úr 2. deild í þá þriðju. Lokaumferðin er á morgun. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir ónefndan fulltrúa Aðdáendasíðu Kormáks.
Meira