A-Húnavatnssýsla

Vill nýta sína reynslu til góðs | Ásdís Rán

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Ásdís Rán Gunnarsdóttir gaf Feyki.
Meira

Haldið upp á sjómannadaginn í 85. sinn á Skagaströnd

Sjómannadagurinn er um helgina og það er haldið upp á hann alls konar. Það verður hátíðardagskrá á Hvammstanga sunnudaginn 2. júní og þá munu Hofsósingar sömuleiðis fagna deginum á hefðbundinn hátt. Á Króknum verður SjávarSæla laugardaginn 1. júní en mesta hátíðin verður venju samkvæmt á Skagaströnd en það má segja að Skagstrendingar búi til bæjarhátíð úr sjómannadeginum.
Meira

Heitavatnslaust á Sauðárkróki

Veitumenn ætla að gera við leka og fleira í dælustöð Borgarmýrum. Það hefur í för með sér vatnsleysi á Sauðárkróki og nágrenni .
Meira

Kjörstaður Húnabyggðar

Í Húnabyggð verður kosið í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi – Norðursal, gengið inn frá Melabraut. Íbúar fyrrum sveitarfélagsins Húnavatnshrepps kjósa nú í fyrsta sinn á nýjum kjörstað eftir sameiningu Blönduóssbæjar og Húnavatnshrepps. 
Meira

Rotþróarlosun

Sveitarfélagið Skagafjörður mun standa fyrir losun rotþróa á næstkomandi vikum.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs 1. júní 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024 stendur yfir.
Meira

Dreifing á Feyki og Sjónhorni tefst um sólarhring

Þennan fallega en raka miðvikudagsmorgun kom það í ljós að vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá tefst dreifing á Feyki og Sjónhorni um sólarhring. Beðist er velvirðingar á þessu og vonandi endurtekur þetta sig ekki enn einu sinni.
Meira

Stefnir í mikinn prjónastemmara á Prjónagleði á Blönduósi

Prjónagleði á Blönduósi verður haldin í áttunda sinn dagana 7.-9. júní næstkomandi en þessi metnaðarfulla hátíð er ætluð áhugafólki um prjónaskap og handavinnu, byrjendum sem lengra komnum. Prjónagleði er haldin af Textílmiðstöð Íslands í samstarfi við heimamenn og ýmsa prjónasérfræðinga. Dagskráin er stútfull af áhugaverðum viðburðum, þar á meðal prjónanámskeiðum, fyrirlestrum, vinnustofum og sýningum. Aðgangur að mörgum viðburðum er ókeypis, en skráning er nauðsynleg fyrir námskeið og vinnustofur. Frekari upplýsingar um dagskrána og skráningu má finna á heimasíðu Textílmiðstöðvar Íslands.
Meira

Ferðamálastefna til framtíðar

Nú er sumarið komið og farfuglarnir sem koma með vélknúnum farartækjum til landsins farnir að fara á stjá. Það má með sanni segja að ferðaþjónustan sé orðin lykilatvinnugrein hér á landi og þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hefur aukist ár frá ári. Fjöldi fólks starfar í greininni auk þess sem hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu fer sífellt stækkandi. Aukning í komu ferðamanna til landsins er góð en kallar á sama tíma eftir á skýrri framtíðarsýn í málefnum ferðaþjónustunnar.
Meira

Pavel kveður Tindastól

Merkilegur atburður hefur nú átt sér stað. Í eitt af fáum skiptum í íþróttasögunni hafa þjálfari og félag sammælst í einlægni um starfslok.
Meira