Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sameiningarkosninga 19. febrúar er hafin
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.01.2022
kl. 11.12
Í frétt á vef Stjórnarráðsins vekur utanríkisráðuneytið athygli á atkvæðagreiðslum um tillögur um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, sveitarfélaganna Eyja – og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, og sveitarfélaganna Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 19. febrúar næstkomandi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna tillagnanna hófst 25. desember síðastliðinn og hægt er að greiða atkvæði hjá sendiskrifstofum Íslands.
Meira