29 Covid-smit á Sauðárkróki - HSN opnar fyrir PCR sýnatökur um helgina
Enn fjölgar Covid-smituðum á Norðurlandi vestra en samkvæmt töflu aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra fjölgaði um 17 á tveimur dögum en að sama skapi fækkaði um 19 í sóttkví á sama tíma. Vegna þessa hefur HSN ákveðið að hafa opið fyrir PCR sýnatökur um helgina milli kl. 9.30 og 10.
Í tilkynningu almannavarna kemur fram að fjöldi þeirra sem skráðir eru í einangrun á Sauðárkróki séu alls 29 og hafi fjölgað um átta á þessum tveimur dögum. Á Blönduósi fjölgaði smituðum um sex og eru því níu manns í einangrun þar. Smit eru í flestum öðrum póstnúmerum á Norðurlandi vestra en einungis fjögur svæði eru veirufrí af fjórtán.
„Förum varlega og munum okkar persónulegu sóttvarnir,“ segir í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.