Byrjaði að prjóna í fyrstu Covid bylgjunni og hef bara ekki stoppað síðan
Snæborg Lilja Hjaltadóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti á Akureyri árið 2016 og hefur búið þar síðan. Snæborg er í sambúð með Roman Arnarssyni og eiga þau tvær dætur, Andreu Marín og Viktoriju Ósk svo Snæborg er aðallega að prjóna á þær og líka á lítil frændsystkini.
Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? Ég lærði að prjóna í grunnskóla en hafði ekkert gert síðan þá, byrjaði síðan aftur í mars í fyrra í fyrstu Covid bylgjunni og hef bara ekki stoppað síðan.
Hvaða handavinna þykir þér skemmtilegust? Ég er hrifnust af prjónunum og prjóna aðallega barnaflíkur, hef enn ekki lagt í fullorðinsflík.
Hverju ertu að vinna að þessar mundir? Núna er ég að prjóna heimferðasett.
Hvar fékkstu hugmyndina? Ég fæ nánast allar hugmyndir af Instagram, þar er endalaust af fallegum prjónaflíkum og fullt af flottum íslenskum prjónaaðgöngum þar sem hægt er að fá hugmyndir.
Hvaða handverk sem þú hefur unnið ertu ánægðust með? Ég held ég sé ánægðust með Unu samfellu sem ég prjónaði á dóttur mína þegar hún var yngri, það var ótrúlega krefjandi en tókst að lokum, síðan er ég mjög hrifin af eyrnaslapahúfunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.