Kosningar hafnar um sameiningar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
19.01.2022
kl. 08.50
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin hjá sýslumönnum vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps hins vegar, sem fram fara laugardaginn 19. febrúar nk. Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins á Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33 og á Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, alla virka daga frá klukkan 9 til 15.
Meira