Öxnadalsheiði lokuð til morguns í það minnsta
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.01.2022
kl. 16.42
Leiðinda vetrarveður gengur nú yfir landið með hvassviðri og ofankomu. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að Öxnadalsheiðin er ófær, heiðin hefur verið lokuð vegna óveðurs frá því um hádegi og verður ekki opnuð aftur í dag. Áætlað er að staðan verði tekin næst kl. 8 í fyrramálið (fimmtudagsmorgun). Flestir aðrir vegir á Norðurlandi eru færir en víðast hvar er snjóþekja, hálka eða hálkublettir en aðstæður víða slæmar, éljagangur og skafrenningur, og því vissara að hafa varann á.
Meira