Átaksmenn færðu Björgunarfélaginu Blöndu góða gjöf

Á myndinni eru þeir Valur Valsson og Anton Haraldsson starfsmenn Átaks að afhenda Arnari Frey, stjórnarmanni Bf. Blöndu,ljósin. MYND AF FB-SÍÐU BJ. BLÖNDU
Á myndinni eru þeir Valur Valsson og Anton Haraldsson starfsmenn Átaks að afhenda Arnari Frey, stjórnarmanni Bf. Blöndu,ljósin. MYND AF FB-SÍÐU BJ. BLÖNDU

Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi barst á dögunum rausnaleg gjöf í nýja húsnæðið sem félagið er að festa kaup á en um er að ræða tæplega 450 fm nýbyggingu uppi á Miðholti. Af þessu tilefni gaf Rafmagnsverkstæðið Átak ehf. Blöndu 36 Opple ledljós sem munu lýsa upp tækjasal félagsins og gott betur en það.

Fram kemur á Facebook-síðu Björgunarfélagsins Blöndu að félagið þakkar eigendum Átaks fyrir veglega gjöf sem og stuðninginn sem félagið hefur fengið í gegnum tíðina frá þeim. „Þetta framtak á eftir að nýtast félaginu vel og létta undir með okkur með að flytja inn í nýtt fullbúið húsnæði á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir