A-Húnavatnssýsla

Búin að reyna í mörg ár að sannfæra manninn minn um að ég kunni ekki að prjóna fingravettlinga

Sonja býr á Sauðárkróki með eiginmanni sínum honum Magnúsi Hinrikssyni og saman eiga þau þrjú börn, Hugrúnu Líf, Selmu Björt og Viktor Darra og tvö barnabörn þau Aran Leví og Amalíu Eldey.
Meira

Feykir mælir með grilluðum kjúkling með sataysósu og Camembert í ofni

Loksins er að koma smá vorfílingur í mann og þá byrjar allsherjar grillvertíð á mínu heimili. Kjúklingur er eitthvað sem er auðvelt að fá krakkana til að borða og það er eins og þau ætli úr límingunum þegar maður bíður þeim upp á kjúklingaspjót. Ég mæli með að gera tvöfalda uppskrift því þau eru líka góð daginn eftir og ekki skemmir fyrir að notast við þessa sataysósu því hún er guðdómlega góð. Ég hef svo náð að klúðra Camembert osti í ofni, já þið lásuð rétt, en ástæðan var að ég setti hann á eitthvað glerfat sem ég hélt að ætti að þola smá hita en viti menn það gerði það ekki. Fyrir vikið sat ég uppi með að taka ofninn minn í gegn og á þar að leiðandi ennþá eftir að prufa þessa uppskrift sem verður vonandi um helgina.
Meira

Rúmar 23 milljónir til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum á Norðurlandi vestra

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gerði í vikunni grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum. Gert er ráð fyrir um 2,8 milljarða króna framlagi til næstu þriggja ára. Þrjú verkefni á Norðurlandi vestra fá samtals rúmar 23 milljónir króna.
Meira

Skagaströnd tekur þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög

Á vef Skagastrandar segir af því að Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri, hafi heimsótt Höfðaskóla á þessum fallega föstudegi til að skrifa undir samninginn Barnvæn sveitarfélög við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið í viðurvist nemenda úr Höfðaskóla. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi.
Meira

Arctic Cat Snocross í Tindastólnum - á sunnudaginn!

Í hádeginu sunnudaginn 27. mars verður keppt í Arctic Cat Snocross á skíðasvæðinu í Tindastólnum – athugið breyttan keppnisdag. Þeir sem elska Formúlu, býflugnahljóð og benzínilm snemma að morgni ættu að skella sér í Stólinn og fylgjast með spennandi keppni. Samkvæmt upplýsingum Feykis er reiknað með um 40 þátttakendum á alvöru keppnissleðum en keppt verður í þremur flokkum.
Meira

Vilhjálmur hafði betur í slagnum við Þórarin um formannssæti SGS

Í morgun var kosið um nýjan formann Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins sem nú fer fram á Akureyri. Valið stóð milli tveggja frambjóðenda; Þórarins G. Sverrisson, formanns Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði annars vegar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness hins vegar. Fór svo að Vilhjálmur hafði nauman sigur, hlaut 70 atkvæði en Þórarinn 60 en kjörsókn var 93%, 130 greiddu atkvæði af 135.
Meira

Skelltu í vöfflur í dag

Í dag er alþjóðlegi vöffludagurinn og því er tilvalið að skella í vöfflur. Ég ætla að deila með ykkur fjölskylduuppskriftinni sem hefur verið notuð síðan sautjánhundruð og súrkál og klikkar aldrei. Nú ef þið nennið ekki að setja í þessa auðveldu uppskrift þá mæli ég með Vilko pakkavöfflunum.
Meira

Magnús Þór Ásmundsson ráðinn forstjóri RARIK ohf.

Magnús Þór Ásmundsson hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu frá 1. maí næstkomandi af Tryggva Þór Haraldssyni sem stýrt hefur fyrirtækinu frá árinu 2003.
Meira

„Ekki nóg að mæta bara í hnakknum“

Hofsósingurinn góðkunni, Gísli Einarsson, hefur leitt lið Landans á RÚV til margra ára og er einkar laginn við að þefa uppi forvitnilegar hliðar mannlífsins. Nú á dögunum var hann staddur í Skagafirði, nánar tiltekið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, þar sem nemendur FNV héldu svokallað Fjörmót en þeir þurfa að sjá um allt er viðkemur mótshaldinu, bæði utan vallar og innan.
Meira

H-listinn býður fram í nýju sveitarfélagi í Austur-Hún

Það er orðið kristaltært að íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar geta í það minnsta valið milli tveggja lista í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þegar hafði D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra verið kynntur til sögunnar og nú í vikunni bættist H-listinn í pottinn en það er Jón Gíslason á Stóra-Búrfelli, núverandi oddviti Húnavatnshrepps, sem leiðir listann.
Meira