Gul veðurviðvörun og óvissustig á Tröllaskaga
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.12.2021
kl. 11.45
Þæfingsfærð er nú á Siglufjarðarvegi samkv. heimasíðu Vegagerðarinnar, snjóþekja á Þverárfjalli og hálka á flestum leiðum norðanlands. Lýst var yfir óvissustigi í dag vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Unnið er að mokstri á Siglufjarðarvegi, Þverárfjalli og Svalbarðsströnd að Grenivík en Víkurskarð er lokað vegna snjóa. Snjókoma er á Öxnadalsheiði og éljagangur á Vatnsskarði líkt og víða á Norðurlandi vestra og er vegfarendum bent á að hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku auk éljagangsins en vel fært öllum bílum.
Meira