A-Húnavatnssýsla

Gul veðurviðvörun og óvissustig á Tröllaskaga

Þæfingsfærð er nú á Siglufjarðarvegi samkv. heimasíðu Vegagerðarinnar, snjóþekja á Þverárfjalli og hálka á flestum leiðum norðanlands. Lýst var yfir óvissustigi í dag vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Unnið er að mokstri á Siglufjarðarvegi, Þverárfjalli og Svalbarðsströnd að Grenivík en Víkurskarð er lokað vegna snjóa. Snjókoma er á Öxnadalsheiði og éljagangur á Vatnsskarði líkt og víða á Norðurlandi vestra og er vegfarendum bent á að hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku auk éljagangsins en vel fært öllum bílum.
Meira

Árið 2021: Lífið á Smáragrundinni spennusögu líkast

Það er komið að Álfhildi Leifsdóttur að gera upp árið á netsíðu Feykis. Hún býr á Smáragrundinni á Króknum, í hjarta bæjarins, en er að sjálfsögðu uppalin í Keldudal í Hegranesi. Álfhildur er kennari og sveitarstjórnarfulltrúi og auk þess fiskur. Til að lýsa árinu notar hún þrjú orð sem öll byrja á eff; Fjölskyldusamvera, fjarfundir, fordæmalaust!
Meira

Af hverju er heilagt kl. 18 á aðfangadag?

Margir hafa velt því fyrir sér af hverju jólin hefjast hjá okkur Íslendingum, sem og öðrum Norðurlandabúum, á aðfangadag en víðast hvar í heiminum daginn eftir eða þann 25. desember. Skýringuna er m.a. að finna á Vísindavefnum en þar segir að til forna hafi nýr dagur hafist um miðjan aftan, það er kl. 18 og hefst því jóladagur klukkan sex síðdegis á aðfangadag.
Meira

Heiðarbraut 12 varð fyrir valinu sem Jólahús ársins á Blönduósi

Í tuttugasta sinn hafa lesendur Húnahornsins valið Jólahús ársins á Blönduósi og að þessu sinni varð Heiðarbraut 12 fyrir valinu. „Húsið er ríkulega skreytt jólaljósum sem fangar hinn sanna jólaanda og sannarlega vel að viðurkenningunni komið. Eigendur hússins eru Heiðbrá Hrund Kristjánsdóttir og Kristján Jóhannsson,“ segir í frétt miðilsins.
Meira

Afinn fékk bol með kjöroði ársins; Blönduós sefur aldrei

Þeir eru fáir jafn duglegir og Valli á Blönduósi, eða Valdimar Guðmarsson áður bóndi í Bakkakoti, að tala bæinn sinn upp með jákvæðum fréttum og ýmsum frásögnum úr bæjarlífinu. Oft hefur fylgt með að Blönduós sofi aldrei enda margt í gangi sem vert er að minnast á. Fyrir þessa eljusemi sína fékk Valli jólagjöf sem hitti sannarlega í mark.
Meira

Covid lætur á sér kræla í herbúðum Tindastóls

Það virðast ansi margir hafa fengið eitthvað óvænt og óvelkomið í jólagjöf þetta árið. Covid-smitum fer hratt fjölgandi í kjölfarið á útbreiðslu Ómikron-afbrigðis veirunnar sem er augljóslega bráðsmitandi en virðist þó sem betur fer ekki hafa í för með sér alvarleg veikindi. Íbúar á Norðurlandi vestra hafa alla jafna sloppið nokkuð vel undan pestinni í ár en nú herma fréttir að leik Þórs Akureyri og Tindastóls í Subway-deildinni, sem fram átti að fara annað kvöld, hafi verið frestað vegna smits í herbúðum Tindastóls.
Meira

Árið 2021: Saknar viknanna tveggja

Nú er það Sveinbjörg Rut Pétursdóttir sem leiðir okkur í allan sannleikann um árið sem er að líða. Hún býr í Grundartúninu á Hvammstanga, starfar sem atvinnuráðgjafi hjá SSNV og er sporðdreki. Sveinjörg segir ást, samveru og ferðalög lýsa árinu hennar best.
Meira

Er grafna gæsin lögleg?

Matvælastofnun bendir á það á heimasíðu sinni að ekki má selja afurðir gæsa, anda eða annarra villtra fugla, né dreifa þeim, nema með leyfi Matvælastofnunar eða viðkomandi Heilbrigðiseftirlitssvæðis. Þar segir að vegna margra ábendinga til stofnunarinnar um sölu og dreifingu á unnum afurðum frá villtum fuglum, sé rétt að benda á að Auglýsing á Facebook geti talist til sölu eða dreifingar og er stofnuninni skylt og mun fylgja eftir auglýsingum um sölu og dreifingu á þessum afurðum.
Meira

Árið 2021: Á ekki eftir að sakna þess að standa í flutningum

Kristín Sigurrós Einarsdóttir sprettur upp að morgni annars dags jóla til að svara ársuppgjörinu. Eða þannig. Stína hefur víða komið við síðan hún flutti í Skagafjörðinn fyrir einhverjum árum, meira að segja unnið á Feyki. Nú býr hún á Hofsósi en á ættir að reka í Lundarreykjadalinn í Borgarfirði. Árinu lýsir hún með eftirfarandi b-orðum: „Breytingar, bjartsýni og bugun.“
Meira

Fékk harðfisk í jólapakkann!

Á Skagaströnd er lítill fallegur hundur sem heitir Dimma Lind og er af tegundinni Silky terrier. Dimma Lind er fimm ára og er eigandi hennar Elísa Bríet Björnsdóttir, 13 ára, dóttir Þórunnar Elfu Ævarsdóttur og Björns Sigurðssonar. Elísa eignaðist Dimmu þegar fjölskyldan var í Reykjavík og mamma hennar var að velta því fyrir sér hvort þau ættu kannski að fá sér hund. Eftir mikið suð í Elísu lét Þórunn undan og duttu þau heldur betur í lukkupottinn með hana Dimmu sem þau fengu í Keflavík.
Meira