A-Húnavatnssýsla

Saga hrossaræktar – félagskerfið, hrossaræktarfélögin :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal tekinn upp þráðurinn þar sem honum var sleppt í 38. tbl., 6. október 2021 en þar var svo komist að orði í niðurlagi greinarinnar: „Fyrsta hrossaræktarfélagið: Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja var stofnað 1904, þau voru síðan stofnuð hvert af öðru. Er hér um að ræða upphaf mikillar sögu, enda runninn upp ný öld. Öld umbrota og framfara, eða eins og stórskáldið, athafna- og hestamaðurinn Einar Benediktsson orðaði það í lokaorðum kvæðis síns Aldamót; „Lát snúast tímans tafl, / tuttugasta´öld.““. Verður nú þessari sögu framhaldið.
Meira

Frægðin kemur að utan: ÖXIN, AGNES OG FRIÐRIK í Félagsheimilinu á Blönduósi

Ég var búinn að láta vita að ég myndi verða með sýninguna Öxin, Agnes og Friðrik á Blönduósi í nóvember. Svo óx Covid og sýningunni frestað til 13 janúar. Enn varð að fresta en nú trúum við að ekkert stoppi okkur. Sýning í Félagsheimilinu á Blönduósi föstudagskvöldið 8. apríl , kl. 20.00.
Meira

Úreltir kynjakvótar :: Leiðari Feykis

Nú kemur hver framboðslistinn í leitirnar líkt og farfuglarnir og sitt sýnist hverjum um uppstillingu frambjóðenda á þeim eins og gengur. Í lauslegri talningu minni á þeim sem þegar hafa litið dagsins ljós má ætla að þokkalegt samspil sé á milli kynja þó halli örlítið á kvenfólkið.
Meira

Húnvetningar verðlaunaðir á Búnaðarþingi

Landbúnaðarverðlaunin 2022 voru veitt á setningarathöfn Búnaðarþings í morgun og voru Húnvetningar sigursælir. Verðlaunahafar að þessu sinni eru Borghildur Aðils og Ragnar Ingi Bjarnason, sauðfjárbændur á Bollastöðum í Blöndudal, Karólína Elísabetardóttir sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð og lífrænt vottaða mjólkurvinnslan Biobú í Reykjavík.
Meira

Hólmfríður Sveinsdóttir ráðin rektor Háskólans á Hólum

Ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hefur skipað dr. Hólmfríði Sveinsdóttur rektor Háskólans á Hólum til fimm ára frá og með 1. júní 2022. Skipan Hólmfríðar er samkvæmt einróma ákvörðun háskólaráðs frá 25. mars s.l. um að tilnefna hana sem næsta rektor skólans. Á heimasíðu skólans segir að háskólaráð hans hlakki til samstarfs við Hólmfríði og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum.
Meira

Fyrsti T137 hrúturinn fundinn á Stóru-Hámundarstöðum

„Svo skemmtilega vill til að arfgerðin T137 hefur nú loks fundist í hrút,“ segir í frétt Eyþórs Einarssonar á heimasíðu Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins en skipuleg leit hefur staðið yfir í vetur að verndandi genum gegn riðu í sauðfé. Fundist hefur arfgerðin T137 á þremur bæjum en ARR á einum.
Meira

Gerðu gott mót á Mannamótum 2022

Mannamót Markaðsstofanna fór fram í sl. fimmtudag í Kórnum í Kópavogi. Segir á heimasíðu SSNV að þessi árlegi viðburður, sem ekki náðist þó að halda á síðast ári, sé fyrir löngu orðinn fastur liður í samskiptum ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni og söluaðila á höfuðborgarsvæðinu.
Meira

Ráðherrar og fjárfestar hitta frumkvöðla á Fjárfestahátíð á Siglufirði

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði 31. mars og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar munu einnig flytja erindi. Fjöldi fagfjárfesta og fjárfestingarjóða hefur boðað komu sína á hátíðina, en þetta er í fyrsta sinn sem haldin er fjárfestahátíð utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Doktorsvörn Ingibjargar Sigurðardóttur

Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, varði doktorsritgerð sína frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sl. föstudag í Hátíðasal Háskóla Íslands. Titill doktorsritgerðar Ingibjargar er „Hestaferðaþjónusta á Íslandi: Klasaþróun og tækifæri til nýsköpunar.“ Leiðbeinandi var dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Meira

Auðunn Sig leiðir lista Framsóknar og annarra framfarasinna í A-Hún

Í tilkynningu á Húnahorninu er sagt frá því að í dag var kynntur B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Það er Auðunn Steinn Sigurðsson, skrifstofumaður, sem skipar oddvitasæti listans en í öðru sæti er Elín Aradóttir, framkvæmdastjóri, og þriðja sætinu er Grímur Rúnar Lárusson, lögfræðingur.
Meira