feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
09.04.2022
kl. 09.04
Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég fór til Skagafjarðar vorið 1923 og var þar á sama bæ í 2 og 1/2 ár. Bærinn hét Sjávarborg. Var það skammt frá Sauðárkróki eða í kringum hálftíma gangur út á Krókinn. Ég fór, því miður, óvíða um Skagafjörð. Fór einu sinni fram að Reynistaðarétt, út að Meyjarlandi á Reykjaströnd, yfir í Blönduhlíð að Syðribrekkum og Hofsstöðum og 4 bæi á Hegranesi; Ás, Ríp, Helluland og Vatnskot. Ennfremur kom ég að Gili, Hólkoti, Brennigerði og Borgargerði og svo oft út á Krók, því þangað áttum við kirkjusókn.
Meira