A-Húnavatnssýsla

Hvalfjarðarvegur lokaður á morgun

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu er vakin athygli á að Hvalfjarðarvegur verður lokaður við Miðsand frá kl. 09:00-12:30 mánudaginn 11. apríl næstkomandi vegna varnaræfingarinnar Norður-Víkings.
Meira

Salan á Íslandsbanka er ólöglegt hneyksli!

Eftir Hrun eða árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögunum er ætlað að gera hlutverk Alþingis veigameira í sölumeðferðinni en áður. Lögin innihalda meginreglur og fastmótaðan ramma utan um tilhögun sölunnar. Þessar meginreglur kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.
Meira

Á sveitaballi :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 2. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég fór til Skagafjarðar vorið 1923 og var þar á sama bæ í 2 og 1/2 ár. Bærinn hét Sjávarborg. Var það skammt frá Sauðárkróki eða í kringum hálftíma gangur út á Krókinn. Ég fór, því miður, óvíða um Skagafjörð. Fór einu sinni fram að Reynistaðarétt, út að Meyjarlandi á Reykjaströnd, yfir í Blönduhlíð að Syðribrekkum og Hofsstöðum og 4 bæi á Hegranesi; Ás, Ríp, Helluland og Vatnskot. Ennfremur kom ég að Gili, Hólkoti, Brennigerði og Borgargerði og svo oft út á Krók, því þangað áttum við kirkjusókn.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2022

Eftir rúm tvö ár í undarlegum aðstæðum sem sköpuðust vegna áhrifa kórónuveirunnar, sem á einhvern undarlegan hátt ákvað að herja á mannkynið með Covid-19, stefna Skagfirðingar ótrauðir á að halda alvöru Sæluviku með glaum og gleði sem aldrei fyrr. Þar sem er Sæluvika þar er Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga.
Meira

Sigurður Pétur Stefánsson íþróttamaður ársins hjá USAH

Á 104. ársþingi USAH sem haldið var á Húnavöllum í gær 7. apríl var Snjólaug María Jónsdóttir kjörin nýr formaður. Tók hún við keflinu af Rúnari Aðalbirni Péturssyni. „Um leið og við bjóðum nýjan formann velkominn til starfa þökkum við Rúnari fyrir hans framlag undanfarin sex ár sem formaður USAH,“ segir á Facebooksíðu sambandsins.
Meira

Ný stjórn Björgunarfélagsins Blöndu

Góð mæting var á aðalfund Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi sem haldin var þann 6. apríl sl. Töluverðar breytingar urðu á stjórn á fundinum en Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður, og Ólafur Sigfús Benediktsson, varaformaður, gáfu ekki kost á sér áfram í stjórn.
Meira

Ísland næstu árin

Við getum örugglega öll verið sammála um mikilvægi þess að um allt land séu blómlegar byggðir með hamingjusömum íbúum. Á landsbyggðinni eru starfandi öflug fyrirtæki sem skapa tekjur inn í þjóðarbúið. Lífið á landsbyggðinni er allskonar og kallar á mismunandi nálganir. En ekkert gerist af sjálfu sér, svo við getum haldið öflugum byggðum allt í kringum landið er nauðsynlegt að hafa raunhæfa byggðaáætlun.
Meira

Edda skipar fyrsta sæti G-listans

Í tilkynningu á Húnahorninu er greint frá því að G listinn – gerum þetta saman, býður fram lista í sveitarstjórnarkosningum í sameiginlegu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps en kosningarnar fara fram þann 14. maí nk. Það er Edda Brynleifsdóttir, atvinnurekandi og leikskólakennari, sem leiðir listann.
Meira

Opinn samráðsfundur á Skagaströnd vegna Spákonufellshöfða

Í kvöld, þann 7. apríl, standa sveitarfélagið Skagaströnd og Umhverfisstofnun að opnum samráðsfundi vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Spákonufellshöfða. Fundurinn verður í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd og hefst kl. 20:00.
Meira

Halldór Gunnar í forystu Skagastrandarlistans

Skagastrandarlistinn samþykkti á fundi í Fellsborg þann 5. apríl sl. framboðslista til sveitastjórnarkosninga 2022. Halldór Gunnar Ólafsson situr í forystusætinu, Erla María Lárusdóttir í öðru og Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir í því þriðja.
Meira