A-Húnavatnssýsla

Mínar bestu stundir með prjónana í höndunum og Storytell í eyrunum

„Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki, á Skagfirðingabrautinni þar sem ég bý enn,“ segir Kristbjörg Kemp sem segir frá því hvað hún er með á prjónunum þessa dagana. „Ég gekk í barna- og gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og síðan í fjölbraut á Króknum. Ég lauk BA prófi í ensku frá HÍ, kláraði kennsluréttindanám frá sama skóla og lauk að lokum meistaranámi frá HÍ þar sem áhersla var lögð á áhættuhegðun ungmenna og forvarnir. Ég vinn í Árskóla og er deildarstjóri á unglingastigi. Maðurinn minn heitir Guðni Kristjánsson og hann kemur frá Siglufirði. Við eigum þrjú börn, Rakel, Kristján Rögnvald og Matthildi, þrjú tengdabörn þau Maríu Önnu, Nandiu og Bjarna Pál. Barnabörnin okkar eru Stefán Þór (10 ára), Davíð Örn (6 ára) og Guðni Freyr (1 árs). Labrador hundurinn Garpur setur svo sinn svip á heimilislífið á Skagfirðingabrautinni.“
Meira

Ásta Bryndís Sveinsdóttir opnar sýningu í Gallerí Hún í dag

Í dag klukkan 14 opnar listamaðurinn Ásta Bryndís Sveinsdóttir frá Egilsstöðum málverkasýningu í Gallerí HÚN í Húnabúð á Blönduósi. Ásta Bryndís verður á staðnum ásamt fjallhressum systrum sínum sem mættar eru af þessu tilefni, segir á Facebooksíðu Húnabúðarinnar. Boðið verður upp á vöfflur með rjóma af þessu tilefni.
Meira

Allt undir í Síkinu í kvöld

Það þarf eflaust ekki að minna nokkurn á það að Tindastóll og Njarðvík mætast í Síkinu í kvöld í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Feykir spáir því að það verði barist frá fyrstu til síðustu sekúndu enda er allt undir; Tindastóll leiðir einvígið 2-1 og vilja pottþétt tryggja sér farseðilinn í úrslitarimmu gegn liði Vals á heimavelli í kvöld á meðan gestirnir úr Njarðvík verða að vinna leikinn til að halda draumnum sínum á lífi og tryggja sér oddaleik í Ljónagryfjunni suður með sjó.
Meira

„Oj nei, mig langar sko ekki í Blönduskóla!“ :: Áskorandapenni Lara Margrét Jónsdóttir Hofi í Vatnsdal

Þetta var aðal frasinn á Húnavöllum í mörg ár og þótti okkur óbærilegt að hugsa að við þyrftum kannski að deila skólagöngu með Blönduósingum. Hversu ömurlegt að við fengjum fleiri möguleika til að taka þátt í íþróttum, félagsstarfinu og lúðrasveitinni, sem var ennþá á lífi þá, vá hvað allir myndu vorkenna okkur fyrir að eiga svo erfitt líf.
Meira

Tiltektardagur á Skagaströnd

„Nú er vorið loksins komið og ýmislegt sem kemur undan vetri víðsvegar um bæinn,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjóranum á Skagaströnd en Alexandra minnir íbúa á að sveitarfélagið stendur fyrir tiltektardegi laugardaginn 30. apríl þar sem bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið!
Meira

„Þetta verður hörkuleikur,“ segir Hannes Ingi um viðureign Stóla og Njarðvíkur í kvöld

Í kvöld fer fram þriðji leikur Tindastóls og Njarðvíkur í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta og með sigri komast Stólar í úrslitaleikinn. Leikurinn fer fram í Ljónagryfju Njarðvíkinga og miðaframboð afar takmarkað, segir á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls en þar er fólk hvatt til að næla sér í miða á símaappinu Stubbi. Feykir náði í Hannes Inga Másson sem hefur bullandi trú á að Stólar fari með sigur af hólmi.
Meira

Sigursælir Húnvetningar á frjálsíþróttamóti UFA og Norðlenska

Akureyrarmót UFA og Norðlenska var haldið í Boganum laugardaginn 23. apríl sl. Boðið var upp á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri, en keppt var í flokkum frá 10-11 ára upp í karla- og kvennaflokk. Fjöldi keppenda komu af Norðurlandi vestra og átti USAH 42 keppendur, en keppendur sambandsins unnu flest verðlaun liða á mótinu.
Meira

Kvennakórinn Sóldís á Blönduósi í kvöld

Nú birtir á ný, segja söngkonur Sóldísar sem koma nú fram á ný eftir Covid-frí undanfarin misseri. Á sunnudagskvöldið, í upphafi Sæluviku, hélt kórinn tónleika í Miðgarði þar sem vel var mætt og stemningin góð. Í kvöld halda kórkonur til Blönduóss þar sem efnt verður til tónleika í Blönduóskirkju kl. 20.
Meira

Fór bara út í fótbolta þegar hann var búinn að lesa allar bækurnar á bókasafninu

Það þekkja allir Gunna Helga, enda margir eftirminnilegir kappar með því nafni. Bók-haldið er hins vegar búið að banka stafrænt upp á hjá rithöfundinum, leikaranum og leikstjóranum Gunnari Helgasyni í Hafnarfirði. Það er sjaldnast einhver lognmolla í kringum hann og það er rétt með naumindum að hann nái að svara spurningum Feykis í tæka tíð – hann er nefnilega eitthvað að sprella með Ladda og félögum.
Meira

Af Facebook og öðrum þráðum! Áskorandinn Ásdís Ýr Arnardóttir

Hvað er títt? Jú, bara þokkalegt! sagði nemandi minn þegar ég spurði hann frétta snemma dags fyrir nokkru. Nemendur mínir eru oft skemmtilegir í tilsvörum, maður heyrir oft hvaða nesti þau hafa að heiman, eins og flestir þekkja þá eru börn gjarnan speglar foreldra sinna eða aðal umönnunaraðila.
Meira