A-Húnavatnssýsla

Sigurður Ingi Jóhannsson endurkjörinn formaður Framsóknar

Kosning til forystu Framsóknar fór fram í gær á fjölmennu flokksþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir fengu endurnýjað umboð með afgerandi kosningu. Sigurður Ingi hlaut 98,63% atkvæða til formanns Framsóknar og Lilja Alfreðsdóttir hlaut 96,43% atkvæða til varaformanns.
Meira

Lukkan ekki í liði með Húnvetningum í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar var hársbreidd frá því að næla í fyrstu stigin í B deild karla, riðli C, í Lengjubikarnum í gær þegar Húnvetningar mættu liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Þeir voru 3-4 yfir þegar venjulegur leiktími var liðinn en fengu á sig tvö mörk í uppbótartíma. Lið Tindastóls spilaði síðan í Boganum á Akureyri í dag við lið Samherja og vann nauman sigur.
Meira

Nú er það svart, allt orðið hvítt! - rétt fyrir leik Stólastúlkna gegn Stjörnunni í gær :: Myndband

Ekki var útlitið gott rétt fyrir leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikar kvenna þar sem snjó hafði kyngt niður um morguninn svo bregðast þurfti skjótt við og moka völlinn til að leikurinn gæti farið fram. Strákarnir í meistaraflokki munduðu skóflurnar af miklu harðfylgi þremur tímum fyrir leik og fleiri svöruðu kallinu og mættu með skóflur og stærri tæki.
Meira

Nemendur Höfðaskóla tóku við viðurkenningu frá forseta Íslands

Feykir sagði frá því fyrr í vetur að Höfðaskóli á Skagaströnd hefði orðið hlutskarpastur í C-flokki í lestrarkeppni grunnskólanna, Samrómi, en nemendur, foreldrar, ættingjar og velunnarar skólans lásu af miklum móð. Höfðaskóli sigraði mikinn slag við Öxafjarðarskóla um toppsætið en í nafni skólans voru lesnar 153.288 setningar af 353 keppendum. Nú í liðinni viku voru fulltrúar skólans viðstaddir athöfn á Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í Samrómi.
Meira

„Það byrjaði einhver prjónabylgja og maður hoppaði bara með á vagninn“

Hugrún Líf Magnúsdóttir býr á Sauðárkróki með kærastanum sínum, honum Birgi Knút, og tveimur börnum, Aran Leví og litlu stelpunni þeirra, Amalíu Eldey, sem fæddist 3. ágúst síðastliðinn.
Meira

Sr. Edda Hlíf sett í embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli

Nú sunnudaginn 20. mars verður sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir sett inn í embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli. Ífrétt á Húnahorninu segir að valnefnd Þingeyraklaustursprestakall hafi kosið Eddu Hlíf sem sóknarprest í síðasta mánuði og staðfesti biskup Íslands ráðninguna en alls sóttu fimm um sóknarprestsstarfið. Athöfnin fer fram í Blönduóskirkju klukkan 17.
Meira

Beikonvafinn þorskur og eðal Royalbúðingur

Matgæðingur vikunnar í tbl 26, 2021, var Ásdís Ýr Arnardóttir en hún er Blönduósingur í húð og hár. Ásdís starfar sem kennari í Höfðaskóla á Skagaströnd og er að læra fjölskylduráðgjöf. Hún á tvær stelpur og er forfallinn fjallafíkill. „Eitt sinn var mér sagt að allar bitrar einhleypar konu færu á fjöll og svei mér þá, mig langaði í þann hóp og sé sko alls ekki eftir því. Landið okkar er svo dásamlega fallegt og náttúran er svo nærandi fyrir líkama og sál,“ segir Ásdís.
Meira

Það stefnir í fótbolta um helgina

Það er bikarhelgi í körfunni og Tindastólsmenn hvíla því. Það stefnir aftur á móti í mikla fótboltahelgi því á morgun, laugardag, eiga Stólastúlkur heimaleik gegn liði Stjörnunnar í Lengjubikarnum og hefst leikurinn kl. 14:00. Strax í kjölfarið, eða kl. 16:00, á svo sameinaður 3. flokkur Tindastóls / Hvatar / Kormáks leik gegn Aftureldingu.
Meira

Veist þú um ljósmyndir af Stefáni Þór Theodórssyni og föður hans Theodór Hallgrímssyni?

Núna reynir á mátt Facebook, segir á síðu Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna en þar er verið að setja saman litla sýningu um sögu Tunguness bæjarins og Austur-Húnavatnssýslu. „Okkur vantar ljósmyndir af Stefáni Þór Theodórssyni og föður hans Theodór Hallgrímssyni. Ef einhver ykkar á ljósmyndir af þeim feðgum væri frábært ef þið hefðuð samband við okkur á safninu,“ segir í færslunni.
Meira

FNV áfram á lista yfir fyrirmyndarstofnanir

Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu – hefur kynnt úrslit í vali á fyrirmyndarstofnun ársins 2021. Ein stofnun á Norðurlandi vestra komst á lista yfir slíkar stofnanir í flokki ríkis- og sjálfseignarstofnana en það var Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra sem hafnaði í fjórða sæti yfir fyrirmyndarstofnanir með 40-89 starfsmenn.
Meira