A-Húnavatnssýsla

Mikið fjör í Síkinu á laugardaginn

Það var mikið fjör í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn sl. þegar um 80 krakkar á aldrinum 6-9 ára kepptu í körfubolta þar sem áhersla var lögð á að hafa gaman því engin stig voru talin og allir stóðu uppi sem sigurvegarar.
Meira

Innrásin í Úkraínu – mannréttindi og NATO-aðild Íslands

Pútín Rússlandsforseti hefur hafið styrjöld í Evrópu gegn frjálsri og fullvalda þjóð, tilverurétti hennar og mannréttindum. Átökin ógna friði í heiminum enda er engin vissa fyrir því að þau takmarkist við Úkraínu. Innrásin er brot á alþjóðalögum sem samskipti þjóða byggjast á og samningum sem Rússar hafa undirgengist. Í Búdapest samningnum frá 1994 lofuðu Rússar og stórveldin að virða sjálfstæði og landamæri Úkraínu.
Meira

Krakkar af Norðurlandi vestra stóðu sig afar vel á MÍ um helgina

Um síðustu helgi fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöll. Um 250 krakkar voru skráðir til leiks frá þrettán félögum víðsvegar af landinu og þ.á.m. margir af Norðurlandi vestra. Keppt var í sjö greinum í fjórum mismunandi aldursflokkum í bæði pilta og stúlkna flokki og fór svo að HSK/Selfoss urðu Íslandsmeistarar félagsliða á mótinu með 543,5 stig og sigruðu þau stigakeppnina í þremur aldursflokkum og hlutu alls 12 gull, 12 silfur og 12 bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 518,5 stig og Breiðablik í því þriðja með 417 stig.
Meira

Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi

Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Eitt fyrsta og brýnasta verk sjávarútvegsráðherra VG var að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðum um 1500 tonn, þrátt fyrir að kosningabarátta flokksins í Norðvesturkjördæmi sl. haust hefði byggst sérstaklega á hátíðlegum loforðum um eflingu strandveiða og sjávarbyggða.
Meira

Appelsínugul viðvörun í dag - og ekkert ferðaveður

Gul og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á landinu vegna mjög djúprar lægðar sem væntanleg er inn á Grænlandshaf í dag og mun senda skil yfir landið með stormi eða roki, talsverðri rigningu og hlýnandi veðri. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll á Ströndum og Norðurlandi vestra, staðbundið yfir 40 m/s. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.
Meira

Komst á hljóðbókalestina og er nú óstöðvandi í að hlusta

Á bænum Skriðulandi í Langadal býr bóndinn Magnea Jóna Pálmadóttir ásamt eiginmanni sínum, Halldóri BjartmariHalldórssyni en saman eiga þau fimm syni; Einar Pálma 16 ára, Björn Óskar 12, Ragnar Ara 11, Angantý Svan 9 og Helga Mar 5 ára. Magnea er 1982 árgangur og fædd og uppalin í Skagafirðinum, dóttir Pálma heitins Ragnarssonar og Ásu Jakobs í Garðakoti í Hólahreppi hinum forna en Magnea færði sig um set, 17–18 ára gömul, yfir í Húnavatnssýsluna.
Meira

Katla er afskaplega lítil, ljúf og góð

Á Ríp í Hegranesinu í Skagafirði búa systkinin Þórður Bragi og Fanndís Vala. Foreldrar þeirra eru Sigurður Heiðar Birgisson og Sigurlína Erla Magnúsdóttir og eiga þau lítinn bróður sem heitir Kristófer Elmar. Þau ætla að segja okkur frá uppáhalds hestinum sínum henni Kötlu.
Meira

Bæði norðanliðin nokkuð sátt þrátt fyrir töp

Leikið var í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag en fyrst voru það Stólastúlkur sem mættu liði Selfoss og síðan voru það kapparnir í Kormáki Hvöt sem tókust á við lið Hauka úr Hafnarfirði. Bæði norðanliðin urðu að sætta sig við naumt tap í hörkuleikjum.
Meira

Saumaði milliverk með harðangurs- og klaustursaum í rúmföt

Jóna Halldóra Tryggvadóttir er fædd og uppalin á Hrappstöðum í Víðidal en býr á Hvammstanga og er gift Hjalta Jósefssyni og eiga þau þrjú börn, sjö barnabörn og fjögur langömmubörn.
Meira

Grillaður kjúklingabringuborgari og heit eplakaka

Matgæðingur í tbl 25, 2021, var Valgerður Karlotta Sverrisdóttir en hún er fædd og uppalin á Sauðárkróki en býr í dag í Reykjavík. Þangað flutti hún árið 1996 og er gift tveggja barna móðir. Hún á þau Sverri Má, 16 ára sem byrjaði í framhaldsskóla síðasta haust, og Filippíu Huld, sem verður 21 árs í haust og er nemandi við HÍ að læra ensku. Valgerður menntaði sig sem kjólasvein en hefur unnið á lögfræðistofu í 15 ár en passar sig á að njóta lífsins.
Meira