Ótrúlega gaman að keppa fyrir hönd FNV
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
06.04.2022
kl. 11.49
Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram síðastliðið sunnudagskvöld og venju samkvæmt átti Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra frambærilegan fulltrúa. Að þessu sinni var það Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir, 16 ára hæfileikabúnt, sem fékk það verkefni að fara fyrst á svið í beinni útsendingu á RÚV og það var próf sem hún stóðst með glans. Hún réðist heldur ekkert á garðinn þar sem hann var lægstur, skellti sér í Whitney Houston ballöðuna I Have Nothing og rúllaði dæminu upp. Feykir hafði samband við söngkonuna efnilegu.
Meira