A-Húnavatnssýsla

Sannfærandi Stólasigur gegn Berserkjum

Tindastóll og Kormákur/Hvöt spiluðu bæði í Lengjubikarnum í dag. Stólarnir áttu heimaleik gegn Berserkjum/Mídasi sem er einskonar B-lið Íslandsmeistara Víkings. Heimamenn voru í blússandi sveiflu, spiluðu vel og sköpuðu sér mörg góð færi og unnu leikinn örugglega 6-1. Húnvetningar spiluðu við KFG sem er B-lið Stjörnunnar og máttu sætta sig við 5-0 tap á Samsungvellinum í Garðabæ.
Meira

Áfram gakk!!!! :: Áskorendapenninn Ragnhildur Haraldsdóttir, varaoddviti Húnavatnshrepps

Þann 19. febrúar síðastliðin var ákveðið af íbúum tveggja sveitarfélaga að stíga mikilvægt skref, skref sem þótti af mörgum íbúum of stórt og ekki tímabært að stíga, ekki fyrir svo mörgum árum. Sameining sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og hins vegar Akrahrepps og Sveitarfélagins Skagafjarðar mun verða að veruleika og sjálfsagt, eins og með margt annað, sýnist sitt hverjum.
Meira

Stólastúlkur lögðu lið Völsungs

Næstsíðasti leikurinn í Kjarnafæðismótinu, sem hófst í desember, var leikinn í gær en þá mættust lið Tindastóls og Völsungs í Boganum. Mótið átti að klárast í byrjun febrúar en veður og Covid settu strik í reikninginn og síðan tók Lengjubikarinn yfir hjá liðunum. Stólastúlkur spiluðu sinn síðasta leik á mótinu í gær og báru sigurorð af liði Húsvíkinga en lokatölur voru 3-1. Karlaliðin á Norðurlandi vestra verða síðan í eldlínunni á morgun, sunnudag.
Meira

„Hey, sjáið þið köttinn í glugganum!?“

Kristjana Ýr Feykisdóttir (12 ára) sem býr á Víðimel í Varmahlíð á eina kisulóru sem heitir Mosi og er níu ára. Margir kannast eflaust við Mosa á Sauðárkróki frá því að Kristjana bjó þar því hann var duglegur að lenda í ævintýrum sem enduðu yfirleitt alltaf vel.
Meira

Séra Solveig Lára vígslubiskup kveður Hóla í haustbyrjun

Kirkjuþing kemur nú saman og fundar í húsakynnum biskupsstofu. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, kvaddi sér hljóðs í morgun og tilkynnti hún kirkjuþinginu að hún léti af störfum sem vígslubiskup 1. september næstkomandi.
Meira

Búin að reyna í mörg ár að sannfæra manninn minn um að ég kunni ekki að prjóna fingravettlinga

Sonja býr á Sauðárkróki með eiginmanni sínum honum Magnúsi Hinrikssyni og saman eiga þau þrjú börn, Hugrúnu Líf, Selmu Björt og Viktor Darra og tvö barnabörn þau Aran Leví og Amalíu Eldey.
Meira

Feykir mælir með grilluðum kjúkling með sataysósu og Camembert í ofni

Loksins er að koma smá vorfílingur í mann og þá byrjar allsherjar grillvertíð á mínu heimili. Kjúklingur er eitthvað sem er auðvelt að fá krakkana til að borða og það er eins og þau ætli úr límingunum þegar maður bíður þeim upp á kjúklingaspjót. Ég mæli með að gera tvöfalda uppskrift því þau eru líka góð daginn eftir og ekki skemmir fyrir að notast við þessa sataysósu því hún er guðdómlega góð. Ég hef svo náð að klúðra Camembert osti í ofni, já þið lásuð rétt, en ástæðan var að ég setti hann á eitthvað glerfat sem ég hélt að ætti að þola smá hita en viti menn það gerði það ekki. Fyrir vikið sat ég uppi með að taka ofninn minn í gegn og á þar að leiðandi ennþá eftir að prufa þessa uppskrift sem verður vonandi um helgina.
Meira

Rúmar 23 milljónir til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum á Norðurlandi vestra

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gerði í vikunni grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum. Gert er ráð fyrir um 2,8 milljarða króna framlagi til næstu þriggja ára. Þrjú verkefni á Norðurlandi vestra fá samtals rúmar 23 milljónir króna.
Meira

Skagaströnd tekur þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög

Á vef Skagastrandar segir af því að Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri, hafi heimsótt Höfðaskóla á þessum fallega föstudegi til að skrifa undir samninginn Barnvæn sveitarfélög við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið í viðurvist nemenda úr Höfðaskóla. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi.
Meira

Arctic Cat Snocross í Tindastólnum - á sunnudaginn!

Í hádeginu sunnudaginn 27. mars verður keppt í Arctic Cat Snocross á skíðasvæðinu í Tindastólnum – athugið breyttan keppnisdag. Þeir sem elska Formúlu, býflugnahljóð og benzínilm snemma að morgni ættu að skella sér í Stólinn og fylgjast með spennandi keppni. Samkvæmt upplýsingum Feykis er reiknað með um 40 þátttakendum á alvöru keppnissleðum en keppt verður í þremur flokkum.
Meira