A-Húnavatnssýsla

Á Þverárfjallsleið um Biskupskeldu :: Hörður Ingimarsson skrifar

Horft í austur frá bænum Þverá í Norðurárdal. Hvammshlíðarfjall rís hæst með bogadreginni fönn þar sem heitir Fosshlíð. Þar sem fönnin endar ofar miðri mynd tekur við ávöl dyngja í framhaldi Hvammshlíðarfjalls sem heitir Þverárfjall. Í forgrunni myndar er afleggjarinn frá norðri til suðurs heim að Þverá. Litlu ofar er Þverárgilið en samnefnd á rennur til suðurs í Norðurána. Ofan gilbarmsins má sjá gamla Þverárfjallsveginn sem kominn var um 1928.
Meira

Verkfallsaðgerðum aflýst eftir árangursríkan fund í nótt

Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Lauk þar með 14 klukkustunda samningatörn samninganefndar BSRB. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í 30 sveitarfélögum hefur verið aflýst.
Meira

Skorað á BSRB að láta af ólögmætum áróðursauglýsingum

Undanfarnar vikur hefur BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga. Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur margoft rætt við stjórn BSRB og bæjarstarfsmannafélögin um að láta nú þegar af allri ólögmætri birtingu og dreifingu auglýsinga í nafni sveitarfélaga. Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist. Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.
Meira

Þemasýningin Óskasteinninn í Tindastóli í Listakoti Dóru

Þemasýningin Óskasteinninn í Tindastóli opnar 8 júlí klukkan 13.00. Auk listaverka 14 listamanna verða listamenn að selja list og nytjamuni úr grjóti á söluborðum í sýningarsalnum 8. og 9. júlí.
Meira

Fjölgaði um 32 á Norðurlandi vestra

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.041 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. júní 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 294 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 136 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 945 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 241 íbúa. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 32 á þessu tímabili.
Meira

Opið hús í Apótekarastofunni á Blönduósi í dag

Hótel Blönduós verður með opið hús í Apótekarastofunni, nýjustu viðbót í rekstri hótelsins, í dag milli klukkan 17 og 20 þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. „Apótekarastofan er gamla apótekið í Gamla bænum á Blönduósi og er á Aðalgötu 8. Við verðum þar með sælkerabúð og kaffihús,“ segir á Facebook-síðu hótelsins.
Meira

Ólafur Freyr hlýtur verðlaun úr sjóði Halldórs Hansen

Ólafur Freyr Birkisson, söngvari frá Höllustöðum í Blöndudal, heldur áfram að gera það gott í sinni listgrein. Sunnudaginn sl. hlaut hann verðlaun úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen.
Meira

Nóg um að vera á Prjónagleðinni um helgina

Prjónagleðin verður haldin um helgina á Blönduósi þar sem allir eru velkomnir, sérstaklega prjónafólk. Hátíðin stendur frá föstudeginum 9. – 11. júní en hitað verður upp í kvöld í Apótekarastofunni að Aðalgötu 8. Prjónagleðin er fyrir alla sem hafa einhvern snefil af áhuga á prjónaskap og skemmtilegum viðburðum, segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar.
Meira

Það er þörf á markvissum aðgerðum til að auka þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni

Traust búseta og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum atvinnutækifærum við allra hæfi.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga veitir kúa- og sauðfjárbændum fjárhagsstuðning

Vegna mikils vaxtakostnaðar á þessu ári sökum mikillar verðbólgu, samþykkti stjórn Kaupfélags Skagfirðinga á stjórnarfundi sínum 5. maí sl. að veita bæði kúa- og sauðfjárbændum fjárhagsstuðning.
Meira