Fylgdist þú með fyrsta þættinum af Jólastjörnunni á RÚV?

Sigrún Erla Snorradóttir að syngja í Jólastjörnunni. Mynd tekin af vef jólagesta.
Sigrún Erla Snorradóttir að syngja í Jólastjörnunni. Mynd tekin af vef jólagesta.
Fyrsti þáttur af Jólastjarnan var sýndur laugardaginn sl. en Blönduósingar eiga einn fulltrúa í þessum þáttum sem heitir Sigrún Erla Snorradóttir. Í haust sendu 150 börn, 14 ára og yngri, inn myndband af sér syngja og komust aðeins tíu börn áfram. Sigrún Erla Snorradóttir var ein af þeim en hún er nemandi í 6. bekk í Húnaskóla og stundar einnig nám við söng í Tónlistarskóla Austur Húnavetninga. 
 
Í þessum fyrsta þætti af Jólastjarnan sungu jólastjörnurnar Hallfríður Helga Arnórsdóttir, Heiðdís Tómasdóttir, Ólafur Árni Haraldsson, Kristinn Jökull Kristinsson og Sigrún Erla Snorradóttir og fyrir þá sem misstu af þættinum þá er hægt að sjá hann hér.
Er ekki annað að sjá en að Sigrúnu hafi tekist vel til því hún stóð sig eins og hetja á sviðinu. Í næsta þætti syngja fimm aðrir krakkar en í lokaþættinum kemur svo í ljós hvort Sigrún Erla verði næsta Jólastjarna. Gaman er að segja frá því að Sigrún hefur boðað komu sína á aðventugleði Húnabyggðar sem haldin verður 3. desember n.k. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir