A-Húnavatnssýsla

Skagfirðingar sem búa í Grindavík- Pétur Pétursson og Kristrún Ingadóttir

Pétur Pétursson og Kristrún Ingadóttir hafa búið í Grindavík síðan 2013 ásamt börnunum sínum þremur þeim, Birtu Maríu, Snædísi Ósk og Pétri Jóhanni. Skipastígur er gatan sem þau búa við og er hún staðsett í vesturhluta Grindavíkur. Pétur er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Péturs frá Álftagerði og Bettýar Ögmundar og Mæju, en Kristrún er af höfuðborgar- svæðinu. Fjölskyldan bjó á Sauðárkróki áður en þau fluttu suður til Grindavíkur. Feykir hafði samband við Kristrúnu til að taka stöðuna á fjölskyldunni á þessum miklu óvissutímum jarðhræringa á Reykjanesinu.
Meira

Skagfirðingar sem búa í Grindavík - Ellert H. Jóhannsson og Aníta Björk Sveinsdóttir

Einn af Skagfirðingunum sem búa í Grindavík er Ellert H. Jóhannsson, sonur Jóhanns Friðrikssonar og Sigríðar Sigurðardóttur, og konan hans, Aníta Björk Sveinsdóttir, en þau hafa búið þar síðan um áramótin 2008/2009. Aníta er fædd og uppalin í Grindavík og býr öll fjölskyldan hennar þar. Ellert og Aníta eiga saman fjögur börn; Jóhann Friðrik, Bergsvein, Helenu Rós, Ellert Orra og ekki má gleyma Simba og Húgó, hundunum á heimilinu.
Meira

Króksamót á Króknum sl. laugardag

Króksamót Tindastóls var haldið í Síkinu sl. laugardag og var þetta í tólfta skiptið sem mótið var haldið. Þátttakendur voru um 170 á aldrinum 6 - 11 ára og komu frá Þór Akureyri, Samherja Eyjarfjarðasveit, Kormáki frá Hvammstanga/Hvöt frá Blöndósi/Fram frá Skagaströnd og svo að sjálfsögðu frá Tindastóli. Mikil spenna var í loftinu þegar fyrstu leikirnir fóru af stað og svar spilað frá kl. 10 um morguninn til að verða 19 um kvöldið. Þarna voru margir krakkar á sínu fyrsta körfuboltamóti en spilað var 2x10 mínútur og 1x10 mínútur hjá þeim yngstu, 6 - 7 ára.
Meira

Fiskeldi og flóttamenn : Magnús Jónsson skrifar

Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða um laxeldi í sjó hér við land þar sem mest hefur verið rætt um áhrif eldislax sem sleppur úr sjókerjum á hinn villta íslenska laxastofn. Ég hef alllengi efast um að þessi starfsemi eigi sér langa framtíð af ýmsum ástæðum sem ekki verða raktar hér. Fyrir nokkru horfði ég á heimildarþátt í sænska sjónvarpinu sem bar nafnið Rányrkja í Atlantshafi. Það er kveikjan að þessum skrifum.
Meira

Sýnum ábyrgð og eflum eldvarnir

Þessa vikuna stendur yfir Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna LSS. Er þetta árlegt átak þar sem slökkviliðsmenn um allt land heimsækja börn í 3. bekk í grunnskólum landsins. Brunavörnum Skagafjarðar verða á ferðinni næstu vikurnar að heimsækja öll átta ára börn í Skagafirði. Tilgangur heimsóknarinnar er að fræða börnin og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Þetta árið verður mikið lagt upp úr eldhættu sem stafar af notkun og hleðslu raf- og snjalltækja. Þessi tæki á ævinlega að hlaða og geyma í öruggu umhverfi þar sem síður er hætta á að eldur komi upp eða breiðist út með tilheyrandi tjóni og óþægindum. Við þekkjum alltof mörg dæmi um að verulegt tjón hafi orðið vegna þessara tækja.
Meira

Félag sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu veitir viðurkenningar

Á heimasíðu Húnahornsins www.huni.is segir að þann 11. nóvember var haldin hin árleg uppskeruhátíð búgreinafélaga í Austur-Húnavatnssýslu í Félagsheimlinu á Blönduósi þar sem FSAH veitti verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt.
Meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagurinn í dag 16. nóvember er einn fánadaga Íslands. Dagurinn í dag er dagur íslenskrar tungu. Markmið dagsins er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð eins og segir á vef Stjórnarráðsins.
Meira

Jóhann Magnússon knapi ársins í meistaraflokki hjá Hestamannafélaginu Þyt

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og HSVH var haldin á dögunum og veitt voru verðlaun fyrir knapa ársins í nokkrum flokkum. Sérstök verðlaun voru einnig veitt Þytsfélaga ársins sem að þessu sinni var Eydís Ósk Indriðadóttir en hún hefur tekið myndir á öllum viðburðum félagsins undanfarin ár. "Það er okkur ómetanlegt að eiga myndefni af öllum þessum viðburðum, hvort sem um er að ræða mót, uppskeruhátið eða af öðrum viðburðum," stóð í tilkynningunni.
Meira

Tindastóll/Hvöt/Kormákur vann B-deildina í 4. flokki kvenna

Tindastóll/Hvöt/Kormákur í 4. flokki kvenna sendi 23 stelpur í tveimur liðum til leiks á Stefnumót KA í Boganum sl. helgi. Spilað var föstudag, laugardag og sunnudag og stóðu þær sig allar mjög vel og lögðu sig 100% fram. Spilaður var mjög skemmtilegur fótbolti sem skilaði stelpunum í liði eitt sigri í B-deildinni. 
Meira

Málþing til heiðurs Jóni og Ingibjörgu

Á morgun fimmtudaginn 16. nóvember verður málþing haldið í aðalbyggingu Háskólans á Hólum í Hjaltadal til heiðurs þeim hjónum Jóni Bjarnasyni, fv. skólastjóra Bændaskólans á Hólum og Ingibjörgu konu hans. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 09:30 og lýkur kl.16:00.  Málþingsstjóri er Bjarni Maronsson.
Meira