Vel gengur með hinn nýja Þverárfjallsveg í Refasveit
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.06.2023
kl. 08.37
„Staðan er helvíti góð. Erum að fara að malbika á morgun [á miðvikudag] niður á tenginu við hringveginn og svo förum við að vinna í efri burðarlögum og klæðningum og vonandi verðum við byrjaðir að klæða þegar líður að júlí,“ sagði Ámundi Rúnar Sveinsson, verkstjóri Skagfirskra verktaka, er Feykir forvitnaðist um stöðuna á veginum sem er í byggingu frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd, og nýs Skagastrandarvegar frá nýjum Þverárfjallsvegi að Skagastrandarvegi norðan Höskuldsstaða 3,3 km að lengd. Einnig verða byggðar nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 km að lengd.
Meira