A-Húnavatnssýsla

Áfram ríkjandi suðvestan átt, segja spámenn Veðurklúbbs Dalbæjar

Veðurklúbbur Dalbæjar hélt sinn reglulega fund í gær og spáði fyrir um júníveðrið. Í fundargerð kemur fram að þangað hafi mætt þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira

Textílverk Philippe Recart á sumarsýningu Heimilisiðnaðarsafnsins

Yfirlitssýning á textílverkum Philippe Recart opnar á morgun 7. júní kl. 16:30 í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og stendur út ágústmánuð. Sumaropnun safnsins hófst þann 1. júní og er opið alla daga frá kl. 10 til 17:00. Á Facebook-síðu Heimilisiðnaðarsafnsins segir að Philippe hafi verið einstakur handverks- og listamaður sem lagði áherslu á að viðhalda gömlum íslenskum handverkshefðum sem og að nota íslenskt hráefni og efnivið eins og kostur var.
Meira

Virði en ekki byrði

Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Það hefur einhvern veginn verið álitið að umræddur hópur væri byrði á samfélaginu en það er nú eitthvað annað.
Meira

,,Stekk á fólk í nýju prjónlesi og grátbið um nafnið á uppskriftinni,,

Íris Olga Lúðvíksdóttir býr í Flatatungu frammi á Kjálka með Einari sínum Gunnarssyni. Þau eiga þrjú og hálft uppkomið barn sem öll eru langt komin til manns, vel gerð og viti borin sem þau eru. Við búum með sauðfé, nokkur hross og þrjár tíkur og svo sinni ég uppfræðslu barna í framhéraðinu, er með starfsstöð í Varmahlíðarskóla.
Meira

Ríkidæmi þjóðar :: Áskorandapenninn Hörður Ríkharðsson Blönduósi

Mér finnst áberandi hve það kemur flatt upp á ýmsa nemendur mína þegar ég segi að Ísland sé í hópi ríkustu samfélaga í heimi. Sýni ég þeim gjarnan einhverja lista þar sem við kannski rólum í kringum fimmtánda sæti og eftir að búið er að taka út einhvers konar borgríki, sjálfstjórnarsvæði og jafnvel olíuríki með mikla sérstöðu blasir við að við erum á topp tíu ef ekki topp fimm meðal samfélaga sem við viljum bera okkur saman við þ.e. Vestræn lýðræðisríki. Ef litið er til samanburðar sem tekur til fleiri lífskjaraþátta heldur en tekna, þá komum við alla jafna nokkuð vel út þegar litið er til ungbarnadauða, lífaldurs, heilsu, jafnréttis, friðsældar, mannréttinda, menntunar o.fl. slíkra þátta
Meira

Stefna ekki allir á að vera sexý á sjómannadagsballi í kvöld?

Króksarar halda að venju snemma upp á sjómannadaginn og halda sína SjávarSælu í dag sem hefst með skemmtisiglingu nú um hádegið. Fjölskylduhátíð verður síðan á syðri bryggjunni frá klukkan eitt, hátíðarkvöldverður undir veislustjórn Gísla Einars í Síkinu í kvöld og ef það er ekki nógu sexý fyrir flesta þá mætir mister sexý sjálfur, Helgi Björns, ásamt fríðu föruneyti og heldur uppi fjöri eins og honum einum er lagið.
Meira

Snéru heim með fullt farteski af fróðleik, hugmyndum og innblæstri

Nú aðra vikuna í maí hélt fríður flokkur af landi brott í fimm daga reisu til Noregs. Það voru allt í allt 35 starfsmenn Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna sem brugðu undir sig betri fætinum í þeim tilgangi að fræðast um stefnur og strauma, áherslur og verkefni annarra innan byggða-, atvinnu-, nýsköpunar- og atvinnumála. Þessir aðilar, þ.e. Byggðastofnun og landshlutasamtökin, fara reglulega í sameiginlegar náms- og kynnisferðir til nágrannalandanna. Feykir hafði samband við Ragnhildi Friðriksdóttur, sérfræðing á þróunarsviði Byggðastofnunar, sem hafði veg og vanda að því að skipuleggja ferðina ásamt samstarfsfólki sínu, og spurði aðeins út í ferðalagið.
Meira

Pavel áfram á Sauðárkróki

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Pavel Ermolinskij, sem nýlega leiddi Tindastól til frækilegs sigurs í Íslandsmótinu í körfubolta, verði áfram hjá félaginu. Um það var gerður samningur til tveggja ára og mun Pavel til viðbótar við meistaraflokkinn og Subway deildina einnig aðstoða með ýmsum hætti við unglingastarf Tindastóls bæði í karla og kvennaflokkum.
Meira

Til hamingju sjómenn :: Leiðari Feykis

Næstkomandi sunnudag er sjómannadagurinn og víða á landinu haldinn hátíðlegur sjómönnum til heiðurs og þeirra fjölskyldum. Sums staðar fara hátíðahöld fram á laugardeginum með alls kyns viðburðum og skemmtilegheitum. Nú eru liðin 85 ár frá því að sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti en það var hinn 6. júní árið 1938 á tveimur stöðum á landinu, í Reykjavík og á Ísafirði. Það eru hins vegar ekki nema 36 ár síðan dagurinn varð lögskipaður frídagur sjómanna eða 1987 og jafnframt gerður að almennum fánadegi. Fram að því var það undir útgerðinni komið hvort sjómenn gátu glaðst í landi þann daginn.
Meira

Guðrún og Sigríður Eddý kveðja Húnaskóla

Þær Guðrún Sigurjónsdóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir láta af störfum vegna aldurs við skólalok Húnaskóla en þær hafa báðar unnið við skóla í Austur-Húnavatnssýslu til fjölda ára.
Meira