Tindastóll/Hvöt/Kormákur sigraði B-deild í 4.fl. karla á Stefnumóti KA um helgina

Lið 1, mynd tekin af Facebook-síðu Stuðningsmanna Knattspyrudeildar Tindastóls
Lið 1, mynd tekin af Facebook-síðu Stuðningsmanna Knattspyrudeildar Tindastóls
Um helgina spiluðu sameiginleg lið Tindastóll/Hvöt/Kormákur í 4.fl. karla á Stefnumóti KA um helgina. Send voru tvö lið, eitt í B-deildina og eitt í D-deildina. Spilaðir voru fimm leikir og var hver leikur 1x35 mínútur. Alls fóru 29 hressir strákar á mótið þar sem spilaður er 11 manna bolti og eru margir að stíga sín fyrstu skref á stórum velli á þessu móti. Allir stóðu sig vel og voru liðum sínum til mikillar fyrirmyndar.
 
Úrslit leikjanna hjá liði eitt voru:
Tindasstóll - Breiðablik   6 - 1 sigur
Tindastóll - Þór  4 - 0 sigur
Tindastóll - Völsungur 1-2 tap
Tindastóll - KA  3-1 sigur
Tindastóll - Völsungur  2 - 0 sigur
 
Úrslit leikjanna hjá liði tvö voru: 
Tindastóll - KA  2-1 sigur
Tindastóll - Þór 1-4 tap
Tindastóll - KF/Dalvík 1-3 tap
Tindastóll - Þór  0-4 tap
Tindastóll - Austurland 1-1
 
Lið 2, mynd tekin af Facebook-síðu Stuðningsmanna Knattspyrudeildar Tindastóls
 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir