Krækjurnar í 5. sæti eftir fyrsta mótið í Íslandsmótinu
Blakfélagið Krækjur á Sauðárkróki fóru í byrjun nóvember til Húsavíkur á fyrsta mótið af þrem sem haldið er í Íslandsmótinu í blaki í 2. deildinni í vetur. Þar spiluðu þær sex leiki og uppskáru þrjá sigra og þrjú töp og enduðu í 5. sæti með 11 stig.
Stigagjöfin á þessu móti er þannig að hver leikur er spilaður í tveim hrinum, ef annað liði vinnur þær báðar fer sigurliðið með 3 stig út úr leiknum en ef það er jafntefli 1-1 er spiluð þriðja hrinan og þá fær tapliði einnig 1 stig út úr viðureigninni. Hver hrina er spiluð upp í 25 stig en í oddaleik er spilað upp í 15 stig.
Annað mótið í Íslandsmótinu verður svo haldið í janúar en eftir það kemur í ljós hvort þær spili í efri (um 1.-6. sæti) eða neðri (um 7. -12. sæti ) deildinni á lokamótinu sem verður í mars.
Úrslit leikjanna var eftirfarandi:
Krækjur – Sindri 1-2 – tap
Fylkir B – Krækjur 0-2 – sigur
Krækjur – HK Ý 1-2 - tap
Þróttur R E – Krækjur 0-2 - sigur
Afturelding Jr – Krækjur 2-0 - tap
HK H – Krækjur 0-2 -sigur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.