Blómstrandi nýsköpun á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
01.06.2023
kl. 08.14
Nýja hátækni- og nýsköpunarfyrirtækið Foodsmart Nordic er að ýta úr vör starfsemi sinni á Blönduósi á sviði fæðubótarefna. Hjólin snúast hratt, framleiðsla á tilraunastigi er hafin og stefnt er að því að formleg starfsemi hefjist í sumar. Meginmarkmið Foodsmart Nordic er að gera Ísland að virkum og vaxandi þátttakanda á alþjóðlegum fæðubótarmarkaði en að félaginu stendur öflugur hópur fjárfesta, sumir með rætur á svæðinu, sem telja framtíðarhorfur fæðubótarefna mjög vænlegar. Forsvarsmenn Foodsmart Nordic eru þau Katrín Amni Friðriksdóttir og Viðar Þorkelsson.
Meira