A-Húnavatnssýsla

Blómstrandi nýsköpun á Blönduósi

Nýja hátækni- og nýsköpunarfyrirtækið Foodsmart Nordic er að ýta úr vör starfsemi sinni á Blönduósi á sviði fæðubótarefna. Hjólin snúast hratt, framleiðsla á tilraunastigi er hafin og stefnt er að því að formleg starfsemi hefjist í sumar. Meginmarkmið Foodsmart Nordic er að gera Ísland að virkum og vaxandi þátttakanda á alþjóðlegum fæðubótarmarkaði en að félaginu stendur öflugur hópur fjárfesta, sumir með rætur á svæðinu, sem telja framtíðarhorfur fæðubótarefna mjög vænlegar. Forsvarsmenn Foodsmart Nordic eru þau Katrín Amni Friðriksdóttir og Viðar Þorkelsson.
Meira

Mikilvægur leikur Stólastúlkna í Eyjum í dag

Stelpurnar í Tindastól eiga leik gegn ÍBV í Bestu deildinni klukkan fimm í dag en ferðalagið til Eyja hófst í gær og því um mikið ferðalag er að ræða og fórnir færðar hjá leikmönnum. Liðin eru á svipuðum slóðum á stigatöflunni Eyjastúlkur í 7. sæti með sex stig eftir tvo sigra en Stólar sæti neðar með einn sigur og tvö jafntefli. Feykir hafði samband við Donna þjálfara og spurði út í ferðina og leikinn.
Meira

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er 1. júní

Deginum er fagnað víða um heim og á Íslandi eru mjólkurframleiðendur hvattir til að birta myndir úr sveitum sínum á Instagram undir myllumerkinu #mjólkurdagurinn og merkja @baendasamtokin svo hægt sé að dreifa boðskapnum.
Meira

Jöfnum stöðu byggðanna með strandveiðum

Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi.
Meira

Hvað útskýrir óvenju ólíka útkomu úr íbúakönnun nokkuð sambærilegra fámennra landsvæða eins og Dala- og V-Húnavatnssýslu?

Miðvikudaginn 7. júní næstkomandi mun Vífill Karlsson, doktor í hagfræði, kynna niðurstöður rannsóknar þar sem hann bar saman atvinnulíf, búsetuskilyrði og hugarfar íbúa í A-Hún, V-Hún og Dalasýslu.
Meira

Rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum

Strandveiðitímabilið hófst 2. maí sl. í fimmtánda sinn frá því strandveiðum var komið á í núverandi mynd. Einungis 10.000 tonn af þorski eru í strandveiðipottinum á veiðitímabilinu sem stendur í 48 daga frá maí til ágúst. Líklegt er að veiðum verði hætt fyrr og veiðidagar verði færri 48 vegna skorts á aflaheimildum. hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur tæpum fimm prósentum.
Meira

Komið að leiðarlokum :: Helgi Rafn Viggósson fyrirliði Tindastóls í viðtali

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að brotið var blað í sögu íþróttanna, ekki bara í Skagafirði, heldur á Norðurlandi vestra, þegar Tindastóll landaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta sl. fimmtudag í Origo höllinni á Hlíðarenda, heimavígi Vals sem þá var handhafi allra titla efstu deildar. Mikla vinnu og mörg tonn af svita og blóði hefur kostað að ná þessum eftirsótta árangri og það veit fyrirliðinn manna best, Helgi Rafn Viggósson, sem nú hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Feykir heyrði í kappanum daginn eftir oddaleikinn mikla.
Meira

Meðganga brúar á Laxá í Refasveit - Myndasyrpa

20. apríl 2022 til 20. apríl 2023 Brúin varð 106 metra löng, 14 metra há frá yfirborði árinnar, um átta mannhæðir og u.þ.b. tíu metra breið.
Meira

Ismael með tvö á Týsvelli

Í gær hélt lið Kormáks/Hvatar út í Eyjar og lék við lið KFS á Týsvelli. Síðustu árin hafa Eyjapeyjar þótt erfiðir heim að sækja og langt frá því sjálfgefið að sækja þangað stig og hvað þá þrjú líkt og Húnvetningar gerðu. Ingvi Rafn Ingvarsson stýrði skútu gestanna til sigurs í sínum fyrsta leik sem þjálfari í 3. deildinni og situr lið Kormáks/Hvatar nú í þéttum pakka um miðja deild. Lokastaðan var 1-2.
Meira

Oddfellow lætur gott af sér leiða – Viðtal við regluformenn

Það var á seinni hluta marsmánaðar að reglusystkin Oddfellow á Sauðárkróki opnuðu heimili sitt fyrir heimamönnum og nærsveitarfólki og nýttu fjölmargir tækifærið og litu augum húsakynnin sem óhætt er að segja að lýsa sem stórglæsilegu eftir gagngerar endurbætur og stækkun. Við þetta tækifæri voru afhentar höfðinglegar gjafir til nokkurra stofnana á Norðurlandi vestra.
Meira