Áfram spáð fólksfækkun á Norðurlandi vestra | Mannfjöldaspá Byggðastofnunar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
26.01.2024
kl. 12.07
„Ekki er um eina niðurstöðu að ræða fyrir landsbyggðirnar enda um að ræða fjölbreytt og ólík svæði. Ef horft er á meðaltal mann-fjöldaspár Byggðastofnunar fyrir landshluta utan höfuðborgarsvæðisins er fjölgun nánast út spátímabilið fyrir Suðurland og Suðurnes. Á Vesturlandi, Austurlandi og Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir fjölgun fram undir 2040 og síðan fækkun en fyrir Vestfirði og Norðurland vestra gerir spáin ráð fyrir fólksfækkun nánast allt spátímabilið,“ segir Sigurður Árnason, sérfræðingur á þróunarsviði hjá Byggðastofnun, þegar Feykir spyr hann út í mannfjöldaspá Byggðastofnunar sem verður að teljast nokkuð nöturleg og þá ekki hvað síst fyrir Norðurland vestra.
Meira