A-Húnavatnssýsla

Fulltrúar Byggðastofnunar kynna starfsemina

Fulltrúar Byggðastofnunar litu við í Ráðhúsinu á Hvammstanga sl. miðvikudagsmorgunn. Þar voru á ferðinni þau Arnar Már Elíasson forstjóri, Hrund Pétursdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs og Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs. Í frétt á síðu Húnaþings vestra kemur fram að þau hafi kynnt umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar en stefna hennar er blómleg byggð um land allt.
Meira

Grindvíkingar í hugum okkar allra

Forsíðufrétt Feykis er kannski ekki að koma inn alveg á réttum degi, svona í ljósi heimsóknar Grindvíkinga til  okkar í Síkið í gærkvöld, þar sem þeir komu og  unnu leikinn. Fyrirsögnin er dagsönn, en kannski akkúrat í dag halda margir að hér sé um að ræða skrif um leikinn en það er ekki svo. Mikið áfall dundi yfir Grindvíkinga að morgni sunnudags þegar gos hófst að nýju og var það ein versta sviðsmynd vísindamanna sem rættist þegar sprunga opnaðist í beinni útsendingu um hádegi rétt við bæjarmörkin og hraunið fór að renna inn í bæinn. Hugur allra landsmanna er hjá Grindvíkingum í þessari hræðilegu óvissu sem nú ríkir. Ljóst er að þegar þetta er skrifað rennur hraun ekki að svo stöddu inn í bæinn en framhaldið er óljóst. Vísindamenn segja að kvikugangur sé undir bænum og vísbendingar um að ný gosop geti opnast. Áfram mælist gliðnun innanbæjar í Grindavík svo ljóst er að ástandið er slæmt. Óvissa Grindavíkur og Grindvíkinga algjör. Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna eldgossins við Grindavík. Afrakstur hennar verður nýttur til að styðja Grindvíkinga fjárhagslega.
Meira

Skráning fyrir vorönn í Dansskóla MenHúnVest

Nú er skráning hafin í Dansskóla Menningarfélags Húnaþings vestra fyrir vorönn 2024. Dansskólinn var stofnaður í haust og fékk vægast sagt góðar undirtektir og á þessari önn verður ekki einungis kennt á Hammstanga heldur líka á Blönduósi. Skólinn hefur göngu sína 26. febrúar næstkomandi og verður kennt í 10 skipti, eða til og með 7. maí. 
Meira

Frostið fór í 25 gráður á Sauðárkróksflugvelli í gær

Það hefur verið fimbulkuldi hér fyrir norðan síðustu daga en í gær var minnstur hiti á landinu á Sauðárkróksflugvelli eða mínus 25 gráður. Bíleigendur á Sauðárkróki skulfu margir hverjir þegar þeir settust inn í farartækin sín og hitamælar sýndu um 20 stiga frost. Þekktir kuldapollar eru í Skagafirði og þá ekki hvað síst í nágrenni Héraðsvatna. Þannig mátti lesa á samfélagsmiðlum að mælar hefðu sýnt allt að 29 stiga frost við Löngumýri.
Meira

Valli spáir áfram sól í Húnabyggð

Nú undir kvöld var fundað í Félagsheimilinu á Blönduósi varðandi mögulega uppbyggingu á Flúðabakkasvæðinu en þar er stefnt á að byggja íbúðir fyrir íbúa 60 ára og eldri í Húnabyggð. Samkvæmt upplýsingum Feykis var frábær mæting á fundinn og alls konar hugmyndir ræddar, eins og stærð íbúða og hvort fólk vildi bílskúra og annað í þeim dúr. Voru íbúar auðsjáanlega spenntir að sjá hvernig mál muni þróast en vonir standa til þess að fyrstu íbúðir verði tilbúnar í haust.
Meira

Alltaf nóg um að vera í Höfðaskóla

Feykir rakst á skemmtilegar myndir frá heimsókn yngstu nemenda Höfðaskóla á Skagaströnd í hesthús til Fjólu kennara í byrjun árs. „Það var ansi glatt á hjalla bæði hjá nemendum og fjórfætlingum,“ segir í frétt á vef skólans og svo segir; „Það er þakkarvert þegar hestaeigendur eru tilbúnir að taka á móti börnum og leyfa þeim að njóta nálægðar við dýrin.“
Meira

Nýr umsjónaraðili Málmeyjar í Skagafirði valinn

Skagafjörður auglýsti eftir nýjum umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði á haustdögum. Málmey er stærsta eyjan á Skagafirði, um 160 ha að stærð. Á fund Byggðarráðs komu fulltrúar úr hópi þriggja umsækjenda um umsjónarmannastöðu um Málmey á Skagafirði, sem byggðarráð boðaði til að veita nánari upplýsingar um umsóknir hlutaðeigandi.
Meira

Fundartíminn færður fram til 18 í dag

Í dag, fimmtudaginn 18. janúar klukkan 18:00, verður haldinn opinn fundur í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem forsvarsfólk Flúðabakkaverkefnisins mun koma í heimsókn og kynna fyrirhugað verkefni. Á dögunum skrifaði Húnabyggð undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu átta íbúða við Flúðabakka.
Meira

Frábær þátttaka á námskeiði í grúski

Feykir sagði fyrir skemmstu frá skemmtilegu námskeiði í grúski sem framundan væri hjá Héraðsbókasafninu og Héraðsskjalasafninu á Sauðárkróki. Gaman er að segja frá því að frábær þátttaka er á þessu bráðsniðuga námskeiði sem söfnin standa fyrir og hófst í gær. Alls eru 26 þátttakendur skráðir.
Meira

Tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á 377. fundi sínum þann 11. janúar 2024 framlengingu heimildar til niðurfellingar gatnagerðagjalda nokkurra íbúðarhúsalóða á Hvammstanga og Laugarbakka.
Meira