A-Húnavatnssýsla

Áhugamenn um sauðfjárrækt takið eftir

Í kvöld, fimmtudaginn 5. október, heldur Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hrútasýningu í hesthúsinu að Hvammi II í Vatnsdal. Herlegheitin byrja klukkan 20:00 og allir áhugamenn um sauðfjárrækt velkomnir og þið hin eruð velkomin líka. 
Meira

Kynningarfundur í Farskólanum í dag kl. 17:00 – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra um raunfærnimat

Í dag verður haldinn kynningarfundur í Farskólanum – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra um raunfærnimat. Fundurinn er fyrir alla þá sem vilja kynna sér hvað raunfærnimat er. Byrjað verður á að fjalla almennt um raunfærnimat í stuttu máli og síðan verða verkefni eins og raunfærnimat í fisktækni, matartækni, iðngreinum kynnt ásamt raunfærnimati fyrir þá sem starfa í íþróttahúsum og sundlaugum.
Meira

Ályktun um loftgæði í þéttbýli

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn var 17. – 19. mars 2023 krefst þess að sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins vinni markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Loftmengun hefur neikvæð áhrif á heilsu almennings og ekki hefur tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning og yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma. Þá hvetur fundurinn stjórnvöld til þess að tryggja að nægar heimildir séu í lögum og reglum svo ávallt séu góð loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um.
Meira

Svakaleg sögusmiðja á Sauðárkróki

Nú er um að gera að fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára að skrá sig á þessa Svakalegu sögusmiðju sem verður á Bókasafninu á Sauðárkróki laugardaginn 7. október frá 13:00-15:00.
Meira

Auglýst eftir efni fyrir „Upplestur“

Leikfélag Blönduóss auglýsir eftir efni fyrir viðburðinn „Upplestur“ sem fyrirhugaður er nú í vetur. Um er að ræða viðburð þar sem leikhópurinn mun lesa upp með leikrænum tilþrifum frásagnir, bréf, dagbókafærslur og annað í þeim dúr sem lífga upp á tilveruna. Takið eftir, sagnafólk og unnendur leyndarmála! Leikfélag Blönduóss býður ykkur ad leggja til kærkomnustu, vandræðalegustu eða áhugaverðustu frásagnir ykkar fyrir næsta viðburð okkar „Upplestur“
Meira

Tilkynning frá skrifstofu sýslumannsins á Norðurlandi vestra

Í tilkynningu frá skrifstofum sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki segir að þær verði lokaðar frá kl. 11 fimmtudaginn 5. október. Opnar svo aftur föstudaginn 6. október klukkan 09:00. Erindum má beina á nordurlandvestra@syslumenn.is eða innheimta@syslumenn.is en þeim verður svarað næsta dag. Bendum einnig á stafrænar umsóknir á vef ef við á.
Meira

Sjö teymi taka þátt í Startup Storm

Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Startup Storm sem hefst 4. október næstkomandi. Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Meira

Kverkatak : Gylfi Þór Gíslason skrifar

Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt. Hverjir borga þessar sektir að endingu aðrir en neytendur. Sektirnar munu beinast að fólkinu í landinu. Í stað þess að beinast að gerendum og fyrirtækjunum. Við athugun á viðurlögum við broti á samkeppnislögum geta þau verið allt að 6 ára fangelsi. En um það má lesa í 4. kafla 1. greinar samkeppnislaganna. Þar vantar ákvæði um að leggja megi hald á og gera upptæk þau fyrirtæki sem gerist sannarlega brotleg við umrædd lög.
Meira

Notar þú gælunafn yfir bílinn þinn?

Gráni gamli, þruman og kagginn eru algeng gælunöfn á bílum og er þetta ótrúlega skemmtileg hefð sem ég hef fallið fyrir. Ég hef yfirleitt notað bílategundina til að nefna bílana mína eins og t.d Yarrinn (Yaris) og Rollan (Corolla). Þannig að ef þú ert ekki nú þegar búin/n að gefa bílnum þínum gælunafn þá er um að gera að gera það í dag því það er alþjóðlegi gefðu bílnum þínum nafn í dag. En hvað segja lesendur Feykis, þeir sem eru löng búnir að skíra bílana sína skemmtilegum nöfnun, hvað heita þeir?
Meira

Bændafundir Líflands

Dagana 3.-5. október mun Lífland standa fyrir bændafundum á sex stöðum á landinu. Í okkar fjórðungi verða fundir haldnir í Verslun Líflands á Blönduósi 4. október frá klukkan 19:00-21:30 og í Skagafirði á Hótel Varmahlíð 5. Október frá klukkan 12:00-15:00.
Meira