Ólíðandi að skammtímahagsmunir ráði för
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.09.2023
kl. 09.03
Á fundi í sveitarstjórn Húnabyggðar sem fram fór í gær, lýsti sveitarstjórn Húnabyggðar yfir þungum áhyggjum af þeirri staðreynd að nú séu að veiðast eldislaxar í mörgum ám í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra. „Alls hafa veiðst um 50 eldislaxar í ám á Norðurlandi vestra á síðustu tveimur vikum og í fæstum ám er einhver möguleiki til staðar að fylgjast með mögulegri gengd eldislaxa,“ segir í fundargerð sveitarstjórnar en þar er þess krafist að sett verði í lög að eldislax sé ekki frjór og að tryggt sé að laxar geti ekki sloppið.
Meira