A-Húnavatnssýsla

Sigur í fyrsta leik Tindastóls í Subway deildinni

Íslandsmeistararnir hófu keppnistímabilið sitt í Subway deild karla í gærkvöldi þegar þeir fóru í Forsetahöllina og spiluðu á móti Álftanesi. Gaman var að sjá metnaðarfulla umgjörð hjá þeim fyrir leikinn og á leiknum sjálfum og greinilegt að það er mikill uppgangur í körfuboltanum á Álftanesi. Forsetahöllin var þétt setin og stemmingin var mjög góð, það vantaði að sjálfsögðu ekki stuðningsfólk Tindastóls á leikinn.
Meira

Elvis-borgari og ferskjubaka

Matgæðingur vikunnar í tbl 3 í ár var Vilhelm Vilhelmsson en hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og starfar sem forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Hann er kvæntur Sólveigu Huldu Benjamínsdóttur, safnafræðingi og forstöðumanni safna í Húnaþingi vestra. Þau eiga fjögur börn á aldrinum eins til þrettán ára svo það er aldrei lognmolla á þeirra heimili. Vilhelm og Sólveig búa í Húnaþingi vestra þar sem þau eru bæði fædd og uppalin.
Meira

Erfiðast að finna þær!

Bríet Rán Stefánsdóttir, 9 ára, býr í Stekkholti rétt fyrir utan Sauðárkrók ásamt móður sinni, Hilmu Eiðsdóttur, föður, Stefáni Inga Sigurðssyni og systur, Heiði Fanneyju. Í Stekkholti er að finna bæði hesta og kindur en Bríeti Rán langar að segja okkur aðeins frá hömstrunum Karólínu og Kex. Þær systur (Bríet og Heiður) voru svo heppnar að fá sinn hvorn hamsturinn í gjöf frá vinkonu Heiðar fyrir nokkrum árum síðan og hjálpuðust þær að við að gefa þeim og halda búrunum hreinum.
Meira

„Hafði ekki prjónað í 30 ár en ég var stolt af verkinu og að hafa komist yfir þetta“

Steinunn Daníela Lárusdóttir býr í Varmahlíð, er gift og á þrjú börn á aldrinum 12 til 27 ára og svo á Steinunn tvo yndis tengdasyni. Hún segir lesendum Feykis frá hvað hún er með á prjónunum.
Meira

Slökkvilið Fjallabyggðar ekki búið nauðsynlegum tækjum ef illa fer í Strákagöngum

Um miðjan september sagði Feykir.is frá því að Strákagöng yrðu lokuð vegna reykæfingar sem Slökkvilið Fjallabyggðar framkvæmdi í göngunum. Jóhann K. Jóhanns­son, slökkvi­liðs­stjóri Fjalla­byggðar gerði samantekt eftir æfingu og er niðurstaða hennar sú að slökkviliðið sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eitur­efna­slys í jarð­göngum fjarri gangna­endum.
Meira

Haustdýrð í Skagafirði - Myndir

Það er alltaf gaman þegar lesendur Feykis senda inn fallegar myndir til birtingar. Í gær fengum við þessar frábæru myndir sendar frá Róbert Daníel Jónssyni. Við þökkum honum kærlega fyrir og leyfum ykkur að njóta:)
Meira

Slökkvilið Brunavarna Húnaþings vestra óskar eftir öflugu fólki, óháð kyni til að sinna slökkvi- og björgunarstarfi

Á heimasíðu Húnaþings vestra hunathing.is er Slökkvilið Brunavarna Húnaþings vestra að óska eftir öflugu fólki, óháð kyni til að sinna slökkvi- og björgunarstarfi á svæðinu.
Meira

Nansen á Þingeyri sýndur hjá Stúdíó Handbendi

Stúdió Handbendi að Eyrarlandi 1 á Hvammstanga sýnir söguleikinn Nansen á Þingeyri þriðjudaginn 17. október frá kl. 20 til 21 og er miðaverðið 3.800 kr.
Meira

Hugsanlega fyrsta slíka aðgerðin hér á landi

Á föstudaginn var lenti Ingunn Reynisdóttir dýralæknir og eigandi Dýrin mín stór og smá á Syðri-Völlum í Húnaþingi vestra í útkalli á bæinn Bessastaði þar sem hryssan Gáfa hafði farið úr bóglið á hægri framfæti eftir að hafa lent í áflogum við aðra hesta.
Meira

Svekkjandi tap gegn BC Trepca í gær – 69-77

Undirrituð var nú ekki mikið að flýta sér að setja þessa frétt inn því hún er frekar súr yfir því að Tindastólsmenn töpuðu leiknum í gær gegn BC Trepca því þetta leit alveg þokkalega út svona framan af. Þó að strákarnir hafi verið lengi í gang þá vorum við yfir í hálfleik, þó það hafi nú ekki verið mörg stig. Fyrri hluta þriðja leikhluta langar mig bara að gleyma því engin voru stiginn en svo kom mjög góður kafli en enga að síður þurfum við að sætta okkur við tapið 69-77. Þá er spurning hvernig leikurinn á milli BC Trepca og Pärnu. Mér skilst að ef að Pärnu sigrar leikinn með minna en fimm stiga mun þá er ennþá séns, eða hvað segja körfuboltaspekúlerarnir?
Meira