Íbúðalóðir til úthlutnar á Hofsósi
Á heimasíðu Skagafjarðar eru auglýsir skipulagsnefnd lausar lóðir til úthlutunar á Hofsósi. Um eru að ræða einbýlishúsa,raðhúsa og parhúsalóðir. Lóðirnar eru auglýstar frá og með 24. janúar til og með 9. febrúar 2024.
Lóðirnar sem um ræðir eru einbýlishúsalóðirnar Sætún 12 og Hátún 1, 2, 3, 4 og 5, raðhúsalóðina Sætún 1-5 og parhúsalóðina Hátún 6-8 í samræmi við úthlutunarreglur Skagafjarðar, dags.14. september 2022. Sótt er um lóðir hér á vef Skagafjarðar, einnig er hægt er að skoða og sækja um lóðirnar á kortasjá Skagafjarðar, með því að haka við „Lausar lóðir“ undir „Fasteignir“ í valglugganum.
Um úthlutun lóðanna gilda reglur um úthlutun byggingarlóða í Skagafirði.
Umsóknir skulu vera í samræmi við úthlutunarreglur Skagafjarðar og frestur lóðarhafa til framkvæmda er skv. 10. gr. úthlutunarreglna.
Einungis er hægt að sækja um eina lóð og aðra tilgreinda lóð til vara. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.