A-Húnavatnssýsla

Í fjárlögum er gert ráð fyrir auknu fjármagni til riðuvarna

Húnahornið greinir frá því að í nýbirtum fjárlögum 2024 sé gert ráð fyrir auknu fjármagni, upp á 110 milljónir króna, til innleiðingar verndandi arfgerða gegn riðuveiki. Gert er ráð fyrir að aukningin mæti kostnaði við arfgerðagreiningu til að innleiða megi sem hraðast verndandi arfgerðir í íslenska sauðfjárstofninn. Þetta er í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 28. apríl síðastliðnum, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.
Meira

Bölvun íslensku perlunnar : Kristófer Már Maronsson skrifar

20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Ein af þeim sem gerðu atlögu að gullinu var Píratinn Þórhildur Sunna sem reyndi að teikna upp þjóðfélagið sem leikrit og mætti halda að hún væri að kynna handrit að sjöttu myndinni um Pírata Karabíska hafsins - bölvun íslensku perlunnar.
Meira

Yfirlýsing vegna villandi umræðu um kyn- og hinseginfræðslu

Á heimasíðu Skagafjarðar var í morgun birt yfirlýsing vegna umræðu um kynfræðslu og hinseginfræðslu en mikil umræða hefur átt sér stað varðandi þau mál að undanförnu. „Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt,“ segir í yfirlýsingunni sem m.a. Samband íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og barnamálaráðuneytið undirrita ásamt fjölmörgum öðrum málsmetandi aðilum.
Meira

Séra Dalla Þórðardóttir lætur af störfum

Séra Dalla Þórðardóttir prestur í Skagafjarðarprestakalli, hefur lagt fram beiðni til biskups Íslands um lausn frá embætti. Hún kemur til með að láta af embætti 1. desember nk. Þá eru liðin ein 42 ár frá því hún tók til starfa sem prestur
Meira

Söngvinnir síungir söngvarar syngja í Krúttinu

Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson halda tónleika í Krúttinu á Blönduósi á morgun, laugardaginn 16. september, og verður skellt í fyrsta gítargripið klukkan níu að kveldi. Stebbi og Eyfi bjóða upp á söngva frá ýmsum tímum, n.k. þverskurð af ferli þeirra félaga, jafnt saman sem sitt í hvoru lagi, í bland við hæfilegan skammt af gríni og gáska.
Meira

Leggið frá ykkur prjónlesið og reiðtygin – á laugardag ætla bleikliðar að skrifa söguna

Laugardaginn 16. september geta liðsmenn Kormáks Hvatar skrifað söguna. Sameiginlegt lið okkar sem búum sitt hvoru megin við Gljúfrá sendi fyrst lið til Íslandsmóts karla árið 2013 og hefur löngum spilað í fjórðu deild, þeirri neðstu þegar var. Fyrir tveimur árum reis liðið upp og komst í fyrsta sinn upp í þá þriðju (D-deild íslenska knattspyrnustigans). Í fyrra stóðst liðið þolraunir allar sem sterkari deild er, ásamt ytri aðstæðum ýmis konar, og hélt þar velli.
Meira

Blóðgjöf er lífgjöf

„Blóðgjör er lífgjöf,“ er eitt af slagorðum Blóðbankans, sem minnir okkur svo sannarlega á mikilvægi þess að gefa blóð. Allir þeir sem geta gefið blóð eru hvattir til þess að mæta í Blóðbankabílinn sem staddur verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúið, þriðjudaginn 19. september, frá klukkan 11:00-17:00.
Meira

Minna á mikilvægi þess að lagt verði bundið slitlag á Blönduósflugvöll

Á fundi sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær lagði sveitarstjórn áherslu á, í kjölfar alvarlegra umferðarslysa á þjóðvegi 1 á liðnu sumri, að gríðarlega mikilvægt sé að þau áform sem koma fram í drögum að samgönguáætlun, um lagningu bundins slitlags á Blönduósflugvöll, nái fram að ganga.
Meira

Allir togarar FISK Seafood hafa landað í vikunni

Það er allt fullt af fiski á Króknum þessa vikuna en allir þrír togarar FISK Seafood hafa landað ágætum afla. Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki á mánudag eftir 30 daga túr með 810 tonn upp úr sjó. Sama dag landaði Drangey SK2 156 tonnum þar sem uppistaðan var þorskur og loks landaði Málmey SK1 145 tonnum þar sem uppistaðan var þorskur, ýsa og karfi.
Meira

Ólíðandi að skammtímahagsmunir ráði för

Á fundi í sveitarstjórn Húnabyggðar sem fram fór í gær, lýsti sveitarstjórn Húnabyggðar yfir þungum áhyggjum af þeirri staðreynd að nú séu að veiðast eldislaxar í mörgum ám í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra. „Alls hafa veiðst um 50 eldislaxar í ám á Norðurlandi vestra á síðustu tveimur vikum og í fæstum ám er einhver möguleiki til staðar að fylgjast með mögulegri gengd eldislaxa,“ segir í fundargerð sveitarstjórnar en þar er þess krafist að sett verði í lög að eldislax sé ekki frjór og að tryggt sé að laxar geti ekki sloppið.
Meira