A-Húnavatnssýsla

Endurbygging Ásgarðs í Skagastrandarhöfn

Á vefsíðu Sveitarfélags Skagastrandar kemur fram að þann 15. janúar 2024 var undirritaður verksamningur við Borgarverk ehf um endurbyggingu Ásgarðs.
Meira

Nú er frost á fróni, frýs í...

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum beina þeir þeim tilmælum til notenda hitaveitu á Sauðárkróki að fara sparlega með heita vatnið. Nú er mjög kalt og mikil vindkæling og útlit fyrir kulda áfram næstu daga og þess verður vart á stöðu heita vatnsins.
Meira

Unnið að borun á 1.200 m vinnsluholu að Reykjum

RARIK var með níu jarðstrengsverkefni með samtals 123 km af strengjum á Norðurlandi á síðasta ári en þetta kemur fram í yfirferð um verkefni ársins 2023 á heimasíðu RARIK. Sjö verkefnum er þegar lokið en þar af voru þrjú hér á Norðurlandi vestra; í Hrútafirði, Miðfirði og Fitjárdal.
Meira

Það hvessir og spáð er lítilsháttar snjókomu

Eftir stillt veður síðustu daga snýr veturkonungur aðeins upp á sig í nótt og á morgun. Spáð er 10-18 m/sek á morgun og ef nebba er stungið út fyrir dyrakarm má berlega finna að blástur er þegar hafinn. Norðanáttinni fylgir lítilsháttar snjókoma á svæðinu en bæði vindur og éljagangur gengur niður á miðvikudagsmorgni.
Meira

Flúðabakkaverkefnið kynnt

Á upphafsdögum janúarmánaðar var sagt frá því að undirrituð hefði verið viljayfirlýsing um byggingu átta íbúða fyrir 60 ára og eldri við Flúðabakka á Blönduósi. Nú liggur fyrir að kynna verkefnið fyrir fólki og verður opinn fundur haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 18. janúar klukkan 20:00.
Meira

„Nú reynir á okkur öll“

Vofveiflegir atburðir eiga sér nú stað í Grindavík en eins og vafalaust landsmenn allir hafa fylgst með í fjölmiðlum í dag þá hófst eldgos í túnfæti Grindvíkinga í morgun, fyrst utan varnargarðsins nýreista, en í hádeginu opnaðist jörð innan hans og hraun hóf að renna inn í bæinn. Það er ljóst að hugur landsmanna er nú hjá Grindvíkingum sem mega upplifa þá hörmung að horfa á hús sín brenna í beinni útsendingu en þegar þetta er ritað hefur hraunið kveikt í þremur húsum. Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Húnaþings vestra hafa þegar sent Grindvíkingum góðar kveðjur.
Meira

Stólastúlkur með góðan sigur á Austfjarðaúrvalinu

Kvennalið Tindastóls náði í góðan sigur í dag á Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu en stelpurnar mættu þá Austfjarðaúrvalinu sem er sameiginlegt lið FHL og Einherja. Úrslit leiksins urðu 4-0 og fylgdu stelpurnar þar með vel eftir 2-0 sigri sem vannst á liði Völsungs um síðustu helgi.
Meira

Lögregluvarðstöð á Hvammstanga formlega vígð

Í gær fór fram vígsla nýrrar lögregluvarðstöðvar á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Fjölmenni kom saman í stöðinni að Höfðabraut 6 til að fagna þessum tímamótum. Það hefur verið baráttumál sveitarstjórna um langa hríð að bæta löggæslu í sveitarfélaginu með opnun mannaðrar lögregluvarðstöðvar. Stöðin opnaði í haust en formleg opnun var semsagt í gær.
Meira

Ísland mætir Serbíu í dag

Fyrsti leikur strákanna okkar í handboltalandsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi er í dag, þegar íslensku strákarnir mæta Serbíu og hefst leikurinn klukkan 17:00.
Meira

Söngleikurinn Grease verður sýndur í Miðgarði í kvöld

Það er tilhlökkunarefni í byrjun hvers árs þegar árshátíðarleikrit eldri bekkja Varmahlíðarskóla eru sett á fjalirnar. Engin breyting verður á í ár því í kvöld, föstudaginn 12. janúar, ælta nemendur í 8. - 10. bekk að sýna leikritið Grease og er handritið eftir Gísla Rúnar Jónsson en það er Íris Olga Lúðvíksdóttir sem leikstýrir verkinu.
Meira