Í fjárlögum er gert ráð fyrir auknu fjármagni til riðuvarna
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.09.2023
kl. 16.06
Húnahornið greinir frá því að í nýbirtum fjárlögum 2024 sé gert ráð fyrir auknu fjármagni, upp á 110 milljónir króna, til innleiðingar verndandi arfgerða gegn riðuveiki. Gert er ráð fyrir að aukningin mæti kostnaði við arfgerðagreiningu til að innleiða megi sem hraðast verndandi arfgerðir í íslenska sauðfjárstofninn. Þetta er í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 28. apríl síðastliðnum, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.
Meira