feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.01.2024
kl. 20.39
oli@feykir.is
Vofveiflegir atburðir eiga sér nú stað í Grindavík en eins og vafalaust landsmenn allir hafa fylgst með í fjölmiðlum í dag þá hófst eldgos í túnfæti Grindvíkinga í morgun, fyrst utan varnargarðsins nýreista, en í hádeginu opnaðist jörð innan hans og hraun hóf að renna inn í bæinn. Það er ljóst að hugur landsmanna er nú hjá Grindvíkingum sem mega upplifa þá hörmung að horfa á hús sín brenna í beinni útsendingu en þegar þetta er ritað hefur hraunið kveikt í þremur húsum. Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Húnaþings vestra hafa þegar sent Grindvíkingum góðar kveðjur.
Meira